Landskrifstofa eTwinning - Rannís

www.etwinning.is
eTwinning fréttir
Maí 2013

Efnisyfirlit (Smellið á hlekkinn eða skrunið niður):
Við erum eTwinning – vorátak

Að taka þátt í átakinu er einfalt mál. Farðu inn á þitt eTwinning svæði (Desktop) og smelltu á borðann og þú kemur inn á síðu átaksins.

Skipulegðu eTwinning viðburð
Að þessu sinni eru þátttakendur í eTwinning hvattir til að skipuleggja upplýsinga- og kynningarviðburði fyrir kollega sína með það að markmiði að fá þá með í eTwinning. Viðburðurinn væri gott tækifæri til að deila reynslu þinni og þekkingu á eTwinning. Reyndu að skipuleggja viðburðinn í kringum vikuna 13.-17. maí nk. ef hægt er. Þegar dagsetning liggur fyrir getur þú deilt upplýsingum um viðburðinn á kortinu inn síðu átaksins.
 
Hannaðu eTwinning veggspjald – þú gætir unnið HD vasamyndavél
Búðu til veggspjald fyrir viðburðinn og settu það inn á síðu átaksins. Jafnvel þótt þú getir ekki haldið viðburð getur þú tekið þátt í samkeppninni með því að gera veggspjald um eTwinning verkefni sem þú hefur tekið þátt í eða um aðra reynslu af eTwinning (t.d. þátttöku í kennaraherbergjum, hópum, o.s.frv.). Hér eru dæmi um skemmtileg veggspjöld:


Þátttakendur í eTwinning geta kosið um skemmtilegustu veggspjöldin til 16. maí og höfundar þeirra sem fá flest atkvæði vinna HD vasamyndbandstökuvél.
 
Hvernig tek ég þátt?
Síða átaksins, með upplýsingum og leiðbeiningum, er aðgengileg inn á eTwinning svæðinu þínu (Desktop) – smelltu einfaldlega á borða átaksins. Einnig er síða fyrir kennara sem ekki eru skráðir í eTwinning þar sem þeir geta fylgst með upplýsingum um viðburði og veggspjöld jafnóðum og þær birtast.
 

.
Landskeppni fyrir verkefni skólaársins 2012-13

Allir kennarar sem tóku þátt í verkefnum á skólaárinu sem er að líða (2012-13) geta tekið þátt (skiptir ekki máli hvort þeir stofnuðu verkefnið eða var boðið inn í það).

Vegleg verðlaun í boði fyrir vinningsverkefni verða veitt á viðburði sem Landskrifstofa Menntaáætlunar ESB stendur fyrir í haust (dagsetning liggur ekki fyrir en verður líklega í nóvember).

Hvernig skrái ég verkefni í keppnina?
Farðu inn á eTwinning svæðið (Desktop), smelltu á PROJECTS, og þar á "Apply for a Quality Label" (skráningin gildir einnig sem umsókn um gæðamerki).


.
Stuðningur við kennara og skóla í eTwinning

eTwinning styður við kennara sem taka þátt með ýmsum hætti endurgjaldslaust:

Heimasíðan:
Helstu upplýsingar um eTwinning er að finna á heimasíðu landskrifstofunnar:

etwinning.is

Íslensk skjámyndbönd:
Skoðið hagnýt skjámyndbönd um eTwinning sem fjalla m.a. um skráningu, hvernig má finna samstarfsaðila, hvernig kennarar komast í verkefni, TwinSpace-samstarfssvæðið, ofl.
Smellið hér.


eTwinning fulltrúi á þínu svæði:
eTwinning-fulltrúar eru starfandi kennarar með reynslu af eTwinning. Hægt er að leita til þeirra um stuðning og upplýsingar. Við hvetjum ykkur til að hafa samband við fulltrúann á ykkar svæði. Nánari upplýsingar um fulltrúana og hvernig þeir dreifast um landið eru að finna hér.


Landskrifstofa eTwining - Rannís -- alltaf hægt að hafa samband:
Alltaf er hægt að hafa samband okkur á landskrifstofunni hvenær sem er um hvað sem er:
Guðmundur Ingi Markússon / gim (hjá) hi.is / 515 5841
Sigríður Vala Vignisdóttir / sigridur.vala.vignisdottir (hjá) rannis.is

etwinning.isHemilisfang:
Tæknigarður, Dunhaga 5, 107 Reykjavík© 2013 Landskrifstofa eTwinning - Rannís, allur réttur áskilinn.
Email Marketing Powered by Mailchimp