Landskrifstofa eTwinning á Íslandi, Rannís
Skoða póstinn í vafra
Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is


eTwinning fréttir
nóvember 2015

 


Fylgist með okkur á Twitter og Facebook


Efnisyfirlit (Smellið á hlekkinn eða skrunið niður):

Þessi verkefni hljóta gæðamerki eTwinning
10 ára afmæli eTwinning á aðventuhátíð Erasmus+
Menntabúðir um netbundin verkfæri 25. nóvember


Þessi verkefni hljóta gæðamerki eTwinning

Á hverju hausti er góðum eTwinning verkefnum veitt gæðaviðurkenning. Við mat verkefna er m.a. litið til áhrifa verkefnisins á kennsluhætti, hve vel það fellur að námskrá, hvernig samvinnu milli þátttökuskólanna var háttað, og notkun upplýsingatækni. Í ár hljóta alls 17 verkefni með íslenskri þátttöku gæðamerki landskrifstofunnar. Að auki hljóta 8 þeirra hið evrópska gæðamerki eTwinning:

Gæðamerki landskrifstofunnar (National Quality Label):

Evrópska gæðamerki eTwinning (European Quality Label): Tvö þessara verkefna fá að auki sérstök landsverðlaun á 10 ára afmælisfagnaði eTwinning sem verður 10. desember nk. (sjá næstu frétt).
 

.10 ára afmæli eTwinning á aðventuhátíð Erasmus+

Rannís býður til aðventuhátíðar fimmtudaginn 10. desember frá kl. 16:30 í Ásmundarsafni við Sigtún í tilefni af 10 ára afmæli eTwinning og Europass, þar sem veittar verða gæðaviðurkenningar fyrir framúrskarandi samstarfsverkefni (tvö þeirra verkefna sem nefnd eru í fréttinni að ofan fá sérstök verðlaun). Hátíðin er tækifæri til að gleðjast, fagna góðum árangri Evrópuverkefna, líta yfir farinn veg og horfa til framtíðar. Dagskráin verður með óformlegu sniði, léttar veitingar, tónlist og jólaandinn svífur yfir vötnum.

.Menntabúðir um netbundin verkfæri 25. nóvember

Þriðju menntabúðir UT torgs Menntamiðju þetta haustið verða haldnar miðvikudaginn 25. nóvember kl. 16:15-18:15 í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Á menntabúðum miðlar fólk af eigin reynslu og þekkingu og aflar sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum.  

Þemað að þessu sinni er netbundin verkfæri tengd námssviðum. Fulltrúi eTwinning verður á staðnum og kynnir nýja útgáfu eTwinning svæðisins, eTwinning Live.

Menntabúðirnar eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum ásamt kennaranemum og er þátttaka Ã³keypis. Nánari upplýsingar hér.

Kveðja frá landskrifstofunni, Rannís,

Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is
© 2015 Landskrifstofa eTwinning - Rannís, allur réttur áskilinn.


skrá mig af póstlistanum    breyta skráningu

Email Marketing Powered by Mailchimp