Landskrifstofa eTwinning á Íslandi, Rannís
Skoða póstinn í vafra
Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is


eTwinning fréttir
september 2015


Efnisyfirlit (Smellið á hlekkinn eða skrunið niður):
Fylgið okkur á Twitter og Facebook
eTwinning næsta skólaár
eTwinning LIVE
School Education Gateway - ný vefgátt
eTwinning þema í Samspili
eTwinning vinnustofa á Sommaröy


.

 

Fylgið okkur á Twitter og Facebook

Smellið "læk" á okkur á Facebook og "fylgið" okkur á Twitter -- einföld leið til þess að fylgjast með því sem er að gerast í eTwinning:
www.facebook.com/eTwinningISL
twitter.com/eTwinningISL

.


eTwinning næsta skólaár

Nú þegar skólarnir eru komnir í gang er tækifæri til að huga að eTwinning:
 - Hægt er að skoða verkefnishugmyndir hér og lesa um eTwinning samstarf hér.
 - leita til eTwinning fulltrúa um leiðsögn og stuðning hér og til Landskrifstofu, Rannís, hér.
 - Íslensk kennslumyndbönd og viðtöl hér.

 - Munið að nú er einnig hægt að stofna til eTwinning samstarfs milli skóla innanlands.
 - Ertu ekki skráð/ur í eTwinning? Skráning er einföld og hver skráir sig sem einstaklingur, smellið á þessa slóð

.


eTwinning LIVE

Ný útgáfa eTwinning fer í loftið síðar í mánuðinum: eTwinning LIVE. Fyrir utan nýtt útlit og ýmsa möguleika til samskipta og samstarfs verður helsta nýjungin lifandi mynd- og hljóðsamskipti. eTwinning kennarar geta þannig bætt lifandi vídd í samstarfið, haldið fundi og viðburðum, svo nokkuð sé nefnt.

.


School Education Gateway - ný vefgátt helguð fyrstu þremur skólastigunum

School Education Gateway (SEG) er torg þar sem kennarar, skólafólk, sérfræðingar og raunar allir sem tengjast kennslu og skólaþróun á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi koma saman. Torgið er fjármagnað af Erasmus+ og rekin á vegum framkvæmdastjórnar ESB. Á SEG eru verkfæri sem auðvelda vinnslu umsókna í Erasmus+. Meðal annars er hægt að óska eftir gestakennurum og leita að skólum til þess að heimsækja, leita að og auglýsa námskeið, og fleira.

Gáttin er tengd eTwinning þannig að þeir sem eru skráðir í eTwinning geta notað aðgangsorð sín inn á School Education Gateway. Sjá nánar á vef landskrifstofu Erasmus+.
.


eTwinning þema í Samspili

Í ágúst sl. var eTwinning þema í Samspili, UT átaks Menntamiðju. Þemað hófst með vinnustofu Bart Verswijvel, kennslufræðingi hjá European Schoolnet í Brussel og landskrifstofu eTwinning í Belgíu fyrir troðfullum sal (sjá mynd). Haldnar voru tvær velsóttar vefstofur, á þeirri fyrri var almenn kynning á eTwinning, á þeirri seinni kynntu kennarar af öllum skólastigum eTwinning verkefni. Sjá nánar fréttabréf Samspils hér.

.


eTwinning vinnustofa á Sommaröy

Í lok ágúst stóðu landskrifstofur eTwinning á Norðurlöndunum fyrir starfsþróunarvinnustofu fyrir leikskólakennara á Sommaröy í nágrenni Tromsö. Yfir 30 kennarar frá öllum Norðurlöndunum þátt. Þátttakendur fræddust um eTwinning, upplýsingatækni í leikskólakennslu og kynntu sér ýmis tæki og tól. Síðast en ekki síst fór fjöldi eTwinning verkefna í loftið. Fyrir Íslands hönd tóku þátt Sólveig Þórarinsdóttir, Leikskólanum Ösp, Sigurbjört Kristjánsdóttir, Leikskólanum Holti, og Gerður Magnúsdóttir, Leikskólanum Sólhvörfum. Sjá skemmtilega bloggfærslu þeirra um ferðina í eTwinning blogginu.

 

Kveðja frá landskrifstofunni, Rannís,

Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is
© 2015 Landskrifstofa eTwinning - Rannís, allur réttur áskilinn.


skrá mig af póstlistanum    breyta skráningu

Email Marketing Powered by Mailchimp