Landskrifstofa eTwinning á Íslandi, Rannís
Skoða póstinn í vafra
Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is


eTwinning fréttir
mars 2015

Efnisyfirlit:
Smellið á hlekkinn eða skrunið niður:

Samkeppni fyrir kennara og nemendur í tilefni 10 ára afmælis eTwinning
Grunnskóli Bolungarvíkur hlýtur Evrópuverðlaun eTwinning
Fylgið okkur á Twitter og Facebook
 
.

Vorleikur - fögnum 10 ára afmæli eTwinning

Samkeppni fyrir kennara og nemendur - eTwinning dagur 7. maí

eTwinning var hleypt af stokkunum í byrjun árs 2005. Á þessum tíma hafa yfir 300.000 kennarar skráð sig í þetta stærsta starfssamfélag skólafólks í heiminum, þar af hátt í 1.000 hér á landi.

Í tilefni þessara tímamóta blásum við til samkeppni:
  • eTwinning dagur: Skipuleggið eTwinning dag eða viðburð 7. maí (eða á öðrum degi sem hentar) Ã­ skólanum með ykkar nemendum þar sem þið leggið áherslu á hvað þið hafið verið að gera í eTwinning og hvaða þýðingu eTwinning hefur haft kennsluna.
  • Myndir eða myndbönd: Takið myndir eða gerið stutt myndband og deilið allt að þremur þeirra Ã¡ Padlet vegginn (sjá slóð fyrir neðan) -- eitt þeirra ætti að vera "manngert lógó" þar sem nemendur mynda lógó eTwinning á einhvern skemmtilegan hátt.
  • Sigurvegari: Dregið verður milli þátttakenda og fær einn skóli og nemendurnir sem þar taka þátt skemmtileg verðlaun.
  • Hvernig? Til að taka þátt, smellið á þessa slóð og hlaðið inn ykkar myndum eða myndböndum á Padlet vegginn:

Við hvetjum þau ykkar sem eruð á Twitter til að tísta um það sem þið gerið og nota:
#etwinning10
#eTwinningday
#etwinningISL


Hægt er að fylgjast með því sem er að gerast annarsstaðar í Evrópu hér.
 

.
Grunnskóli Bolungarvíkur hlýtur Evrópuverðlaun eTwinning

Verkefnið Art Connects Us sem Zofia Marciniak kennari við Grunnskólann í Bolungarvík vann ásamt skólum frá Póllandi, Slóveníu, Tyrklandi, Spáni og Frakklandi hlýtur annað sætið í Evrópuverðlaunum eTwinning fyrir bestu eTwinning verkefni síðasta skólaárs, í flokki 4-11 ára nemenda. 133 verkefni voru skráð í keppnina og voru vinningsverkefnin valin af dómnefnd sérfræðinga allstaðar að úr Evrópu. Sjá frétt á Evrópuvefnum.

Eins og titillinn gefur til kynna fjallar verkefnið um listina í víðu samhengi. Í gegnum listsköpun, listasögu og fleira tengjast fjöldi greina saman,svo sem listir, saga, tónlist, dans, ritlist, upplýsingatækni og enska. Sjá nánari upplýsingar um verkefnið hér.

Zofia tekur á móti viðurkenningunni ásamt félögum sínum úr verkefninu á verðlaunahátíð í Brussel 7. maí, nk. Við óskum henni, nemendum og Grunnskóla Bolungarvíkur innilega til hamingju með árangurinn!
 
.

 

Fylgið okkur á Twitter og Facebook

Nýlega endurvakti Landskrifstofan Facebook Twitter síður sínar. Smellið endilega "læk" á okkur á Facebook og "fylgið" okkur á Twitter -- einföld leið til þess að vera með á nótunum í eTwinning:
www.facebook.com/eTwinningISL
twitter.com/eTwinningISL
 
 

Kveðja frá landskrifstofunni, Rannís,

Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is
© 2015 Landskrifstofa eTwinning - Rannís, allur réttur áskilinn.


skrá mig af póstlistanum    breyta skráningu

Email Marketing Powered by Mailchimp