Landskrifstofa eTwinning á Íslandi, Rannís
Skoða póstinn í vafra
Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is


eTwinning fréttir
janúar-febrúar 2016

   


Fylgist með okkur á Twitter og Facebook


Efnisyfirlit (Smellið á hlekkinn eða skrunið niður):

Viltu taka þátt í eTwinning á vormisseri?
Starfsþróunarvinnustofa í Poitiers, Frakklandi, 1-3. apríl 2016
eTwinning kynslóðin - ný bók um reynslu nemenda og kennara síðustu 10 árin
Verkfæri til þess að vinna gegn brottfalli og auka vægi náms án aðgreiningar á School Education Gateway


Viltu taka þátt í eTwinning á vormisseri?

Hægt er að fara í eTwinning samstarf hvenær sem er á skólaárinu, t.d. nú á vormisseri. Ef þig vantar stuðning er alltaf hægt að snúa sér til landskrifstofunnar og eTwinning sendiherra:
 - Hægt er að skoða samstarfshugmyndir hér og lesa um eTwinning samstarf hér.
 - Leita til eTwinning sendiherra um leiðsögn og stuðning hér og til Landskrifstofu, Rannís, hér.
 - Ãslensk kennslumyndbönd og viðtöl hér.

 - Munið að nú er einnig hægt að stofna til eTwinning samstarfs milli skóla innanlands.
 - Ertu ekki skráð/ur í eTwinning? Skráning er einföld og hver skráir sig sem einstaklingur, smellið á þessa slóðStarfsþróunarvinnustofa í Poitiers, Frakklandi, 1-3. apríl 2016

Þema: Stafrænir miðlar í kennslu (digital media education).
Fyrir hverja? Kennara af fyrstu þremur skólastigum (leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla). 
Reynsla af eTwinning: Kennarar verða að hafa reynslu af eTwinning, þ.e. hafa verið í a.m.k. einu eTwinning verkefni.
Tungumál: Fer fram á ensku.
Dagskrá: Dagskráin hefst seinni partinn 1. apríl og lýkur um hádegi 3. apríl. Endanleg dagskrá liggur ekki fyrir en hún mun samanstanda af fyrirlestrum og vinnustofum um eTwinning og stafræna miðla í kennslu (digital media education), jafnframt því að þátttakendur fá tækifæri til að kynnast. Fjöldi þátttakenda verður á bilinu 80-100, allstaðar að úr Evrópu.
Styrkur: Styrkur fyrir 2 kennara í boði, fyrir ferðakostnaði, gistingu og uppihaldi.
Skilyrði: Að kynna eTwinning og segja frá ferðinni í skólanum og styðja aðra kennara í skólanum til þess að taka þátt í eTwinning.
UMSÓKNARFRESTUR til og með 8. febrúar, sækið um hér: http://goo.gl/forms/JWvvhSJ2u8


eTwinning kynslóðin - ný bók um reynslu nemenda og kennara síðustu 10 árin

Bókin eTwinning Generation: Celebrating Ten Years of eTwinning var að koma út hjá Evrópska skólanetinu, sem rekur eTwinning. Í bókinni er talað við kennara og nemendur sem hafa tekið þátt í eTwinning undanfarin ár. Bókin sýnir margvísleg áhrif eTwinning á skóla, kennara, nemendur og nærsamfélag. Eitt af því sem er áhugavert er að hjá mörgum hefur eTwinning orðið að lífsstíl.

Bókinni er skipt í nokkur þemu sem koma fram í viðtölunum: fjölbreytni evrópskar menningar; fjölbreytilegar náms- og kennsluaðferðir; persónuþroski; nýir hæfileikar; áhrif á framtíðaráform.

Við hvetjum alla til þess að kynna sér bókina sem er aðgengileg í pdf formi hér.
 


Verkfæri til þess að vinna gegn brottfalli og auka vægi náms án aðgreiningar á School Education Gateway

Mikið af gagnlegu efni er að finna á vefgáttinni School Education Gateway sem er rekin af Evrópska skólanetinu, m.a. fréttir; dæmi um verkefni og góðar aðferðir; greinar eftir sérfræðinga og umfjöllun um evrópska skólastefnu.

Meðal þess efnis sem komið hefur út nýlega er verkfærakassi (toolkit) til þess að vinna gegn brottfalli og auka vægi náms án aðgreiningar (European Toolkit for Schools Promoting inclusive education and tackling early school leaving). Meðal þeirra spurninga sem höfundar spyrja eru: Hefurðu áhuga á betri leiðum til þess að styðja nemendur þína? Viltu auka viðveru og vinna gegn brottfalli? Ertu að leita leiða til þess auka þátttöku foreldra í skólastarfinu? Ertu með marga nemendur með annað móðurmál? Ertu að velta fyrir þér að nýta samstarf meira í kennslunni?

Við hvetjum áhugasama til að kynna sér verkfærakassann, og alla til þess að skoða School Education Gateway.

Kveðja frá landskrifstofunni, Rannís,

Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is
© 2016 Landskrifstofa eTwinning - Rannís, allur réttur áskilinn.


skrá mig af póstlistanum    breyta skráningu

Email Marketing Powered by Mailchimp