Landskrifstofa eTwinning á Íslandi, Rannís
Skoða póstinn í vafra
Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is


eTwinning fréttir
mars 2017


    Fylgist með okkur á Facebook og Twitter


Efnisyfirlit (Smellið á hlekkinn eða skrunið niður):

eTwinning og Erasmus+ tengslaráðstefna í Ljubljana, 18-20. maí
eTwinning tengslaráðstefna í Newcastle, 25-27. maí
eTwinning plús 5 ára – samstarf við Armeníu, Azerbaijan, Georgíu, Moldóvu, Túnis eða Úkraínu?eTwinning og Erasmus+ tengslaráðstefna í Ljubljana, 18-20. maí


Landskrifstofa menntahluta Erasmus+ á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu fyrir kennara og starfsmenntakennara á unglinga- og framhaldsskólastigi (14-19 ára) sem fram fer í Ljubljana, Slóveníu 18.-20. maí nk.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „eTwinning meets Erasmus+ Boosting the quality of eTwinning and Erasmus+ projects“ og markmið hennar er að auka gæði, frumkvæði og nýbreytni verkefnishugmynda.

Forsenda þátttöku er að umsækjandi sé tilbúinn til að mynda tengsl sem hugsanlega gætu leitt til nýrra verkefna í eTwinning og Erasmus+.

Landskrifstofa menntahluta Erasmus+ á Íslandi veitir styrk til þátttöku.

Auglýsing Erasmus+ og rafræn umsókn hér – umsóknarfrestur er til og með 27. mars nk.
 eTwinning tengslaráðstefna í Newcastle, 25-27. maí


eTwinning tengslaráðstefna um læsi. Um 65 kennarar frá 17 löndum koma saman til að læra um eTwinning og hvernig eTwinning samstarf getur stutt við læsi á margvíslegan hátt. Lykilatriði að kennarar finni samstarfsaðila, deili reynslu, og stofni eTwinning verkefni.
  • Þátttökulönd: Bretland, Frakkland, Írland, Ísland, Kýpur, Lettland, Malta, Noregur, Portúgal, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Úkraína, Þýskaland.
  • Þema: Læsi (literacy). 
  • Styrkur: Styrkur fyrir 2 íslenska kennara í boði fyrir ferðakostnaði. Gistingu og uppihald á ráðstefnudögum er greitt af Landskrifstofu eTwinning beint til skipuleggjenda. Við úthlutun er meginreglan sú að ekki fari nema einn frá hverjum skóla.
  • Greiðsla: Styrkurinn er greiddur eftir að skýrslu um ferðina hefur verið skilað.
  • Fyrir hverja? Grunnskólakennarar sem vinna með læsi í öllum fögum, með nemendur á aldrinum 5-11 ára.
  • Markmið: Allir þátttakendur stofni eTwinning verkefni með kennara frá öðru Evrópulandi. 
  • Reynsla: Bæði fyrir byrjendur og lengra komna í eTwinning.
  • Tungumál: Dagskráin fer fram á ensku.
  • Dagskrá: Hefst kl. 15 þann 25. maí og lýkur á hádegi 27. maí. Endanleg dagskrá liggur ekki fyrir en hún mun samanstanda af fyrirlestrum og vinnustofum sem tengjast eTwinning samstarfi. Þungamiðjan verður skipulagning og stofnun verkefna með stuðningi starfsfólks landskrifstofa eTwinning. 
  • Skilyrði: Að taka þátt í allri dagskránni; að kynna eTwinning og segja frá ráðstefnunni í skólanum, einnig að hvetja aðra kennara til þess að taka þátt í eTwinning og styðja þá.

Sækið um rafrænt hér – umsóknarfrestur til og með 27. mars nk.

 eTwinning plús 5 ára – samstarf við Armeníu, Azerbaijan, Georgíu, Moldóvu, Túnis eða Úkraínu?


Fyrir fimm árum var samfélag eTwinning opnað fyrir sex nágrannalöndum EES svæðisins: Armeníu, Azerbaijan, Georgíu, Moldóvu, Túnis og Úkraínu.

Síðan þá hafa kennarar frá þessum löndum tekið virkan þátt í eTwinning, skólarnir telja yfir 12.000 og kennararnir 2.400.

Sjá nánar frétt á Evrópuvef eTwinning. Um hvernig þú kemst í samband við kennarar frá löndum eTwinning plús, sjá hér á heimasíðu Landskrifstofunnar.

Smellið á myndina fyrir neðan og skoðið skemmtilegt myndband (1:55 mín) um verðlaunaverkefnið "My Alien Friend":


 

 

Kveðja frá Landskrifstofunni eTwinning, Rannís,

Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is
© 2017 Landskrifstofa eTwinning - Rannís, allur réttur áskilinn.


skrá mig af póstlistanum    breyta skráningu

Email Marketing Powered by Mailchimp