Landskrifstofa eTwinning á Íslandi, Rannís
Skoða póstinn í vafra
Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is


eTwinning fréttir
nóvember 2016

.

    

Fylgist með okkur á Facebook og Twitter

Smellið "læk" á okkur á Facebook og "fylgið" okkur á Twitter.


Efnisyfirlit (Smellið á hlekkinn eða skrunið niður):

eTwinning ráðstefnan í Aþenu
Íslenskur fulltrúi í Evrópuverðlaunum
eTwinning bókin í ár: Growing Digital Citizens

.


eTwinning ráðstefnan í Aþenu


Stafræn borgaravitund var yfirskrift hinnar árlegu eTwinning ráðstefnu 2016 sem haldin var í Aþenu 26.- 29. október. Þátttakendur frá Íslandi voru sjö, þau Guðberg Konráð Jónsson frá SAFT, Hannes Birgir Hjálmarsson kennari í Stóru-Vogaskóla, Hans Rúnar Snorrason kennari í Hrafnagilsskóla, Rósa Harðardóttir kennari í Norðlingaskóla, Sigríður Anna Ásgeirsdóttir kennari í Garðaskóla, Sigurbjört Krisjánsdóttir, leikskólanum Holti, og Guðmundur Ingi Markússon, Rannís, landskrifstofu eTwinning.

Íslenski hópurinn skrifaði skemmtilega bloggfærslu um ferðina með myndum og myndböndum.


Sjá stutta (3,5 mín) samantekt í myndbandinu að ofan - m.a. með viðtali við Emmu Mulqueeny, stofnanda Rewired og Young Rewired State, sem var lykilfyrirlesari og fjallaði um hina stafrænu, '97 kynslóð.
 

.
 

Íslenskur fulltrúi í Evrópuverðlaunum


Á ráðstefnunni í Aþenu voru veitt Evrópuverðlaun fyrir verkefni síðasta árs og áttu íslendingar sinn frulltrúa þar en Sigurbjört Kristjánsdóttir í leikskólanum Holti í Reykjanesbæ tók við verðlaunum fyrir verkefnið Read the World í flokki lestrarverkefna. Holt vann verkefnið í samstarfi við skóla á Spáni, Slóveníu, Póllandi og Frakklandi. Sjá nánar um verðlaunin hér.
 

.


eTwinning bókin í ár: Growing Digital Citizens

 
eTwinning bókin í ár, sem kom út á ráðstefnunni í Aþenu, er tileinkuð stafrænni borgaravitund og hvernig megi hlúa að henni með eTwinning: Growing Digital Citizens: Developing Active Citizenship through eTwinning. Það hefur líklega aldrei verið brýnna að efla stafræna borgaravitund en einmitt nú og til þess er eTwinning gagnleg leið.
 

 

Kveðja frá landskrifstofunni, Rannís,

Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is
© 2016 Landskrifstofa eTwinning - Rannís, allur réttur áskilinn.


skrá mig af póstlistanum    breyta skráningu

Email Marketing Powered by Mailchimp