Landskrifstofa eTwinning

www.etwinning.is

eTwinning fréttir
október 2012

Efnisyfirlit (Smellið á hlekkinn eða skrunið niður):.
Minnum á ráðstefnu og verðlaunahátíð:
eTwinning og starfsþróun kennara


4. október kl. 13-18, Nauthóli, Nauthólsvegi 106, 101 Rvk, ráðstefnusal

Ekkert þátttökugjald

Aðalfyrirlesari verður Anne Gilleran, yfirmaður kennslufræði eTwinning.

Dagskrá aðgengileg hér.


Ath. Ferðastyrkur allt að 20 þús kr. í boði fyrir þátttakendur utan höfuðborgarsvæðisins (hversu hár styrkurinn verður fer eftir því hversu margir sækja um).

Skráið ykkur til þátttöku hér  - skráningarfrestur til og með 30. september nk.

.

eTwinning-vikur til 10. október: Þema samstarfsverkefni!

Ráðstefnan (sjá fyrir ofan) er hluti af eTwinning-vikum. Þema átaksins þetta árið er samstarfsverkefni. Ef þú hefur einhverntíma velt því fyrir þér hvernig á að taka þátt í eTwinning-verkefni en verið í vafa um hvar á að byrja er tækifærið núna.

  • Skráðu þig inn á eTwinning-svæðið þitt (desktop) -- ef þú ert ekki skráð/ur er nausynlegt að gera það fyrst hérna.
  • Smelltu á borðann "Projects! Projects! Projects!"
  • Þar getur þú sett upp og svarað aulýsingum frá kennurum í sömu hugleiðingum og þú.
  • Skráð þig á tengslaviðburð á netinu sem verður 2-10. október, ofl.

Landskrifstofan stendur einnig fyrir ýmsu -- sjá hér á eftir:

Taktu þátt í samstarfsverkefni - iPod Shuffle og utanlandsferð fyrir tvo kennara í vinning

Þeir kennarar sem stofna eða skrá sig í verkefni á tímabilinu fara í lukkupott. Nöfn tveggja verða dregin út og fá þeir í vinning helgarferð á árlega stórhátíð eTwinning sem haldin verður í Lissabon í byrjun mars 2013 ásamt iPod Shuffle (þeir sem skráðu sig í verkefni í upphafi skólaársins verða einnig með).

Skráður þig í eTwinning - iPod Shuffle fyrir fimm kennara

Þeir kennarar sem nýskrá sig í eTwinning á tímabilinu fara í lukkupott. Nöfn fimm kennara verða dregin út og fá þeir iPod Shuffle í vinning (þeir sem nýskráðu sig í upphafi skólaársins eða verða einnig með).

Nýskráning er einföld og fer fram hérna


.
NÁMSKEIÐ fyrir þá sem eru á leið í verkefni - öll stkólastig
ekkert þátttökugjald

Í kjölfar eTwinning-vikna verða eins dags námskeið um TwinSpace hugsuð fyrir þá sem eru á leið í verkefni:

  • Tölvuver 101 í Gimli (innangengt úr bæði Háskólatorgi og Odda). Námskeiðið verður endurtekið 3 sinnum:
  • 17. október kl. 13:00-15:00
  • 19. október kl. 14:00-16:00 (ath. að annar tími en hin námskeiðin)
  • 29. október kl. 13:00-15:00
  • Fyrir þá sem eru komnir í eða á leiðinni í verkefni. Farið verður í grunnatriði verkefnavinnu í eTwinning með áherslu á samstarfssvæðið TwinSpace.

Skráning hér - takmarkaður fjöldi.

Landskrifstofan - alltaf hægt að hafa samband

Að lokum hvetjum við alla til þess að taka þátt í eTwinning verkefnum og muna að allaf er hægt að hafa samnband okkur á landskrifstofunni hvenær sem er um hvað sem er:
Guðmundur Ingi Markússon / gim(a)hi.is / 525 5854
Sigríður Vala Vignisdóttir / svv(a)hi.is / 525 4586© 2012 Landskrifstofa eTwinning - Rannís, allur réttur áskilinn.
Email Marketing Powered by Mailchimp