Landskrifstofa eTwinning á Íslandi, Rannís
Skoða póstinn í vafra
Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is


eTwinning fréttir
janúar 2017


    Fylgist með okkur á Facebook og Twitter


Efnisyfirlit (Smellið á hlekkinn eða skrunið niður):

Viltu taka þátt í eTwinning á vormisseri?
Niðurstöður könnunar um áhrif eTwinning á starfsþróun kennara
Bæst hefur í verkfærakistu skóla á School Education Gateway
Viltu taka þátt í eTwinning á vormisseri?


eTwinning er líklega stærsta starfssamfélag kennara og skóla í heiminum. Hægt er að fara í eTwinning samstarf hvenær sem er á skólaárinu, t.d. nú á vormisseri. Ef þig vantar stuðning er alltaf hægt að snúa sér til landskrifstofunnar og eTwinning sendiherra:
  • Hægt er að skoða samstarfshugmyndir hér og lesa um eTwinning samstarf hér.
  • Leita til eTwinning sendiherra um leiðsögn og stuðning hér og til Landskrifstofu, Rannís, hér.
  • Íslensk kennslumyndbönd og viðtöl hér.
  • Langar þig í samstarf með nágrannaskóla? Nú er einnig hægt að stofna til eTwinning samstarfs milli skóla innanlands.
  • Ertu ekki skráð/ur í eTwinning? Skráning er einföld og hver skráir sig sem einstaklingur, smellið á þessa slóð.Niðurstöður könnunar um áhrif eTwinning á starfsþróun kennara


Evrópska skólanetið í Brussel birti nýverið niðurstöður könnunar um hvaða áhrif það hefur á starfsþróun kennara að taka þátt í eTwinning samstarfi. Í könnuninni fengu þátttakendur tæki til að íhuga, meta og fylgjast með breytingum á eigin færni á meðan á eTwinning verkefni stóð. Könnunin var tilraun (pilot) og standa vonir til þess að á grundvelli hennar verði hægt að hanna viðlíka sjálfsmat sem allir þátttakendur í eTwinning geti notað.

Í stuttu máli eru niðurstöðurnar þær að með því að taka þátt í eTwinning verkefni og nota sjálfsmatið töldu flestir kennararnir sig hafa náð þeim markmiðum sem þeir settu sér. Jafnframt taldi yfirgnæfandi meirihluti þeirra að áhrif á starfsþróun hefði verið góð og að verkfæri sjálfsmatsins hefðu gert það að verkum að þeir íhuguðu færni sína meira en þeir gerðu venjulega.

Úttektin er aðgengileg hér: Monitoring eTwinning Practice: A Pilot Activity Guiding Teachers' Competence Development.
 Bæst hefur í verkfærakistu skóla á School Education Gateway


Töluvert hefur bæst í verkfærakistuna á School Education Gateway, systurvefgátt eTwinning. Þar geta skólastjórnendur, kennarar, foreldrar og aðrir sem tengjast skólamálum fundið hagnýtt efni til að styðja nemendur, vinna gegn brottfalli og þróa kennsluhætti. Markmiðið með verkfærakistunni er að deila góðri reynslu og lausnum meðal þeirra sem koma að skólamálum og kennslu. Við hvetjum ykkur til að skoða í kistuna en hægt er að gramsa eftir þessum leiðarhnoðum:
  • Skólastjórnun
  • Kennarar
  • Stuðningur við nemendur
  • Þátttaka foreldra
  • Hagsmunaaðilar

 

Kveðja frá landskrifstofunni, Rannís,

Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is
© 2017 Landskrifstofa eTwinning - Rannís, allur réttur áskilinn.


skrá mig af póstlistanum    breyta skráningu

Email Marketing Powered by Mailchimp