Landskrifstofa eTwinning - Rannís

www.etwinning.is
eTwinning fréttir
apríl 2014

Efnisyfirlit (Smellið á hlekkinn eða skrunið niður):
 

Leikskólinn Holt í Evrópuverðlaunum eTwinning
Frí eTwinning-námskeið fyrir byrjendur í apríl og maí
Evrópskar vinnustofur í Limoges og Istanbúl
Ný rafbók eTwinning
eTwinning á félagsvefjum
Nýr eTwinning fulltrúi: Kolbrún Svala Hjaltadóttir
Auglýst eftir fulltrúum á Suðurlandi og Vestfjörðum
Minnum á eTwinning Plús
Kveðja frá Landskrifstofunni

.Leikskólinn Holt í Evrópuverðlaunum eTwinning 

Úrslit Evrópuverðlauna eTwinning fyrir bestu verkefni síðasta skólaárs eru ljós og lenti Leikskólinn Holt og verkefnið Talking Pictures er í öðru sæti í aldursflokknum 4-11 ára!

Tengiliður Talking Picures hjá Holti er deildarstjórinn Anna Sofia Wahlström en hún er einn stofnenda þess. Þetta er ekki fyrsta viðurkenning verkefnisins en það fékk verðlaun landskrifstofunnar síðasta haust í Hafnarhúsinu á uppskeruhátíð evrópskra samstarfsáætlana. 

Þetta er frábær árangur en Takling Pictures keppti við 134 verkefni og fór í gegnum nálarauga dómnefndar skipaðri sérfræðingum allstaðar að úr Evrópu.

Anna Sofia og Kristín Helgadóttir, leikskólastjóri, sækja verðlaunaafhendinguna sem verður í Brussel 8. apríl -- Þórir Ibsen, sendiherra Íslands, heiðrar samkomuna einnig með nærveru sinni.


Kíkið á boggsíðu eTwinning verðlaunanna hérna -- upplýsingar um verðlaunin, afhendinguna, ofl.

Hérna er skemmtilegt viðtal við Önnu Sofiu um þátttöku Holts í eTwinning.
 

.


Frí eTwinning-námskeið fyrir byrjendur í apríl og maí

Landskrifstofan heldur frí byrjendanámskeið um eTwinning fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara í apríl og maí. Námskeiðin er opið öllum sem hafa áhuga á eTwinning.

Námskeiðið er EITT SKIPTI og verður endurtekið þrisvar sinnum:
9. apríl nk. kl. 13:00-15:30.
16. maí nk. kl. 9:30-12:00.

16. maí nk. kl. 13:00-15:30.

Staður: Tölvuver 101 í Gimli, Háskóla Íslands (innangengt úr bæði Háskólatorgi og Odda).

Farið verður í grunnatriði eTwinning-kerfisins með áherslu á hvernig leita skal samstarfsaðila og stofna verkefni.

Námskeiðið kostar ekkert - boðið upp á kaffi og með því  - allir kennarar, skólastjórnendur og starfsfólk skóla velkomið.

Skráning hér - takmarkaður fjöldi.

 

.


Evrópskar vinnustofur í Lomoges og Istanbul

Gott tækifæri til að kynnast eTwinning, fræðast um UT og kennslu og komast samstarf við kennara í Evrópu.

Limoges, Frakklandi, 16-18. maí nk - eTwinning tengslavinnustofa (contact seminar) fyrir enskukennara:
  • Ferðastyrkur í boði fyrir 2 enskukennara úr unglingadeild (aldur nemenda uþb. 12-16 ára)
  • Helst tveir kennarar frá sama skólanum
  • Vinnustofan er fyrir enskukennara sem eru byrjendur í eTwinning
  • UMSÓKNAFRESTUR til og með 8. apríl nk.
Nánari upplýsingar, dagskrá og umsóknarform hér á þessari slóð.

Istanbul 21-23. maí nk - eTwinning símenntunarvinnustofa (Professional Development Workshop) helguð útikennslu:
  • Ferðastyrkur í boði fyrir 2 kennara úr unglingadeild (aldur nemenda uþb. 12-16 ára)
  • Helst tveir kennarar frá sama skólanum
  • Þema: Samþætting útikennslu og eTwinning (Integrating Outdoor Activities with eTwinning Projects)
  • Vinnustofan er fyrir öll fög sem tengjast útikennslu
  • UMSÓKNAFRESTUR til og með 8. apríl nk.
Nánari upplýsingar, dagskrá og umsóknarform hér á þessari slóð.
 

.


Ný rafbók eTwinning - eBook

Að þessu sinni er hin árlega bók miðstöðvar eTwinning, Evrópska skólanetsins í Brussel, í rafbók. Bókin er fyrir alla í eTwinning en þó með sérstaka áherslu á eTwinning fulltrúa.

Byrjendur fá nesti og nýja skó í upphafi ferðar sinnar um lendur eTwinning og lengra komnir geta bætt við sig.

Bókin er aðgengileg a hér á þessari slóð.

 

.


eTwinning á ýmsum félagsvefjum

Besta leiðin til að fylgjast með eTwinning er auðvitað að vera skráður þátttakandi. En nú er einnig hægt að fylgjast með eTwinning fréttum á hinum ýmsu félagsvefjum:
Facebook
Google+
YouTube

 

.

Nýr eTwinning fulltrúi: Kolbrún Svala Hjaltadóttir

Við bjóðum Kolbrúnu Svölu Hjaltadóttur, kennsluráðgjafa í tölvu- og upplýsingatækni í Flataskóla, velkomna í hóp eTwinning fulltrúa! Kolbrún hefur mikla reynslu af eTwinning og alþjóðlegu samstarfi og mikils virði að fá hana með í hópinn.

eTwinning-fulltrúar eru skólafólk með reynslu af eTwinning sem hægt er að leita til um stuðning og upplýsingar. Við hvetjum ykkur til að hafa samband við fulltrúann á ykkar svæði. 

Nánari upplýsingar um fulltrúana og hvernig þeir dreifast um landið eru að finna hér.

 

.


Auglýst eftir fulltrúum á Suðurlandi og Vestfjörðum

Landskrifstofan leitar að eTwinning fulltrúum á Vestfjörðum og Suðurlandi. Áhugasamir hafið samband á netfangið:
gim (hjá) rannis.is

 

.


eTwinning Plús: Viltu vinna með kennurum frá Úkraínu, Túnis, Moldóvu, Georgíu, Armeníu og Azerbaijan?

Við minnum á eTwinning Plús sem var hleypt af stokkunum í fyrra. Það virkar þannig að kennarar frá Úkraínu, Túnis, Moldóvu, Georgíu, Armeníu og Azerbaijan geta tengst eTwinning-verkefnum sem þegar hafa verið stofnuð (þ.e. eftir að eTwinning kennarar hafa stofnað verkefni geta þeir boðið kennurum frá þessum löndum með).

Landskrifstofan hvetur ykkur til að íhuga þennan spennandi möguleika. Farið inn á ykkar svæði (eTwinning Desktop) og hakið við "yes" þar sem stendur "I am available for an eTwinning Plus partnership". Þá getið þið leitað að kennurum frá löndum eTwinning Plús og þeir geta fundið ykkur. Þið getið einnig boðið þeim inn í verkefni og tekið þátt í tölvutorgi (forum) helgað eTwinning Plús.

Sjá nánar upplýsingar um eTwinning Plús hér.

 

.

Kveðja frá Landskrifstofunni

Alltaf er hægt að hafa samband okkur á landskrifstofunni hvenær sem er um hvað sem er:
Guðmundur Ingi Markússon / gim (hjá) rannis.is / 515 5841
Sigríður Vala Vignisdóttir / sigridur.vala.vignisdottir (hjá) rannis.is / 515 5843
Hemilisfang:
Tæknigarður, Dunhaga 5, 107 Reykjavík
etwinning.is


© 2014 Landskrifstofa eTwinning - Rannís, allur réttur áskilinn.
Email Marketing Powered by Mailchimp