Landskrifstofa eTwinning - Rannís

www.etwinning.is
eTwinning fréttir
Október-nóvember 2014

Efnisyfirlit (Smellið á hlekkinn eða skrunið niður):

 


.

eTwinning vikur: hvaða áhrif hefur eTwinning haft á þína kennslu?

Að þessu sinni eru hinar árlegu eTwinning vikur helgaðar starfsþróun kennara. Farið inn á eTwinning svæðið, smellið á borðann og segið frá því í nokkrum orðum hvaða áhrif eTwinning hefur haft á ykkar kennslu og starf. Setjið mynd eða plakat með. Skoðið einnig það sem aðrir hafa sett inn. Þeir sem fá flest "læk" á sitt innlegg vinna til verðlauna. Átakið stendur til 3. nóvember..

eTwinning menntabúðir og gæðaviðurkenningar

Fimmtudaginn 16. október stóð UT torg Menntamiðju fyrir eTwinning menntabúðum á Menntavísindasviði HÍ við Stakkahlíð. Starfsfólk landskrifstofunnar (Rannís), eTwinning fulltrúar og kennarar í samstarfsverkefnum voru á staðnum. Sagt var frá nýjungum í eTwinning, eTwinning verkefnum, ofl. Í lokin voru gæðaviðurkeninngar fyrir eTwinning verkefni síðasta skólaárs afhentar. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður mennta- og menningarsviðs Rannís og Landskrifstofu Erasmus+, menntaáætlunar ESB, veitti viðurkenningarnar. Þeir sem fengu gæðaviðurkenningar voru:

Zofia, Elín, Kolbrún, Rósa, Laufey, Ásta Erlingsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Guðmundur og Ágúst, Landskrifstofu eTwinning og Erasmus+.

Elín Stefánsdóttir, Grunnskóla Bolungarvíkur, fyrir verkefnin 
Christmas movie og A movie - I’m different, and I'm proud of it.
Zofia Marciniak, Grunnskóla Bolungarvíkur, fyrir verkefnið 
Art Connects Us.
Kolbrún Svala Hjaltadóttir og samstarfskennarar, Flataskóla, fyrir verkefnin 
The tree full of spring birdsMore than frozen water og Schoolovision 2014.
Ragna Gunnarsdóttir, Flataskóla, fyrir verkefnið 
The European Chain Reaction 2014 og Primary students experiment, observe, investigate and create.
Rósa Harðardóttir og Laufey Einarsdóttir, Kelduskóla, fyrir verkefnið 
Blue Planet.
Rósa Harðardóttir, Kelduskóla, fyrir verkefnið 
Postcards from Europe.
Anna Magnea Harðardóttir, Hofstaðaskóla, fyrir verkefnið 
Europe-so many faces.
Anna Sofia Wahlström, Leikskólanum Holti, fyrir verkefnið 
From picture to adventure.
Ásta Erlingsdóttir og samstarfskennarar, Landbúnaðarháskóla Íslands, fyrir verkefnið 
Social Networks and European Diversity.
Ásta Ólafsdóttir, Réttarholtsskóla, fyrir verkefnin 
Maths is everywhere 2013 og Tilings in Europe.

Í lokin var dregið var á milli skólanna og fengu Hofsstaðaskóli og Flataskóli gjafabréf í Tölvulistanum að andvirði 175 þúsund kr. hvor.

Á myndinni, frá hægri til vinstri, eru: Zofia, Elín, Kolbrún, Rósa, Laufey, Ásta Erlingsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Guðmundur og Ágúst, Landskrifstofu eTwinning og Erasmus+.

Við óskum öllum til hamingju!


.
eTwinning #menntaspjall 2. nóvember á Twitter
Á sunnudaginn, 2. nóvember, kl. 11-12, verður #menntaspjall um eTwinning á vegum Menntamiðju. Gestastjórnandi verður Kristján Bjarni Halldórsson, eTwinning fulltrúi á Norðurlandi Vestra og kennari við FNV. Spjallið fer fram á Twitter. Settar eru fram nokkrar umræðuspurningar sem þátttakendur svara. Spurningarnar og svörin eru öll merkt með #menntaspjall. Við hvetjum alla til að fá sér Twtter aðgang að taka þátt.

Nánari upplýsingar um #menntaspjall ársins og hvernig það virkar hér.


.

Minnum á frí netnámskeið á eTwinning svæðinu

Við hvetjum fólk til að kynna sér dagskrá netnáskeiða (Learning Events) sem eru framundan; þar verður fjallað um ýmislegt sem tengist eTwinning, upplýsingatækni og kennslu. Þið sjáið dagskrána þegar þið skráið ykkur inn á eTwinning svæðið (eTwinning Desktop, það appelsínugula), undir Learning Events (sjá mynd).

 

.
eTwinning Plús: Viltu vinna með kennurum frá Úkraínu, Túnis, Moldóvu, Georgíu, Armeníu og Azerbaijan?

Við minnum á eTwinning Plús sem var hleypt af stokkunum í fyrra. Löndin sem tilheyra eTwinning plús eru á jaðri Evrópusambandsins: Úkraínu, Túnis, Moldóvu, Georgíu, Armeníu og Azerbaijan. Hingað til hafa kennarar frá þessum löndum fengið takmarkaðan aðgang að eTwinning en frá og með októbermánuði geta þeir tekið fullan þátt.

Við hvetjum ykkur til að íhuga þennan spennandi möguleika. Farið inn á eTwinning svæðið og þar undir Profile og hakið við "yes" þar sem stendur "I am available for an eTwinning Plus partnership". Þá getið þið leitað að kennurum frá löndum eTwinning Plús og þeir geta fundið ykkur. Þið getið einnig boðið þeim inn í verkefni og tekið þátt í tölvutorgi (forum) helgað eTwinning Plús.

Sjá nánar upplýsingar um eTwinning Plús hér.


.

Tveir nýir eTwinning fulltrúar
Við bjóðum Elínu Stefánsdóttur, Grunnskóla Bolungarvíkur, og Rakel G. Magnúsdóttur, Kelduskóla og Bakkabergi, velkomnar í hóp eTwinning fulltrúa! Elín tók til starfa í vor og sinnir Vestfjörðum, Rakel kom inn í hópinn í haust og sinnir leikskólasviðinu. Frábært að fá þær í hópinn!

eTwinning-fulltrúar eru skólafólk með reynslu af eTwinning sem hægt er að leita til um stuðning og upplýsingar. Nánari upplýsingar hér.

 


.

Auglýst eftir fulltrúum á Suðurlandi og fyrir starfs- og verkmenntun
Landskrifstofan leitar að eTwinning fulltrúa á Suðurlandi. Einnig er leitað að fulltrúa sem væri ekki bundinn ákveðnu svæði heldur sinnti starfs- og verkmenntasviðinu sem slíku. Áhugasamir hafið samband á netfangið: gim (hjá) rannis.is


.
Stuðningur við kennara og skóla í eTwinning

eTwinning styður við kennara sem taka þátt með ýmsum hætti endurgjaldslaust:

1) eTwinning fulltrúar:
eTwinning-fulltrúar eru starfandi kennarar með reynslu af eTwinning. Hægt er að leita til þeirra um stuðning og upplýsingar. Við hvetjum ykkur til að hafa samband við fulltrúann á ykkar svæði. Nánari upplýsingar um fulltrúana og hvernig þeir dreifast um landið eru að finna hér.


2) Heimasíðan:
Helstu upplýsingar um eTwinning er að finna á heimasíðu landskrifstofunnar:

etwinning.is

3) Íslensk skjámyndbönd:
Skoðið hagnýt skjámyndbönd um eTwinning sem fjalla m.a. um skráningu, hvernig má finna samstarfsaðila, hvernig kennarar komast í verkefni, TwinSpace-samstarfssvæðið, ofl.


4) Landskrifstofa eTwinning: Rannís:
Alltaf hægt er að hafa samband við okkur á landskrifstofunni hvenær sem er um hvað sem er:
Guðmundur Ingi Markússon / gim (hjá) rannis.is / 515 5841
Sigríður Vala Vignisdóttir / sigridur.vala.vignisdottir (hjá) rannis.is / 515 5843
Hemilisfang:
Tæknigarður, Dunhaga 5, 107 Reykjavík
etwinning.is


© 2014 Landskrifstofa eTwinning, Alþjóðaskrifstofa háskolastigsins, allur réttur áskilinn.
Email Marketing Powered by Mailchimp