Landskrifstofa eTwinning á Íslandi, Rannís
Skoða póstinn í vafra
Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is


eTwinning fréttir
janúar 2015

Efnisyfirlit:
Smellið á hlekkinn eða skrunið niður:

eTwinning 10 ára
etwinning.is - nýr vefur landskrifstofunnar
#etwinningISL - eTwinning Íslandi á Twitter og Facebook
Landskrifstofan flutt í Borgartún 30
 
.


eTwinning 10 ára

eTwinning var hleypt af stokkunum með ráðstefnu í Brussel í janúar 2005. Ísland hefur verið með frá upphafi og tók þátt með sendinefnd kennara og starfsfólks landskrifstofu sem þá var Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins.

eTwinning er nú stærsta starfssamfélag kennara og skólafólks í heiminum með yfir 285 þúsund þátttakendum allstaðar að úr Evrópu.

Á þessum áratug hefur árangurinn á Íslandi verið góður:
  • Um 1.000 kennarar hafa skráð sig af öllum skólastigum
  • yfir 500 samstarfsverkefni verið starfrækt
  • yfir 200 ferðir styrktar á eTwinning vinnustofur, ráðstefnur og aðra viðburði í Evrópu
  • Fjöldi verkefna með íslenskri þátttöku hlotið viðurkenningar hér heima og erlendis
Það er full ástæða til að líta björtum augum á framtíðina -- ný útgáfa af eTwinning svæðinu lítur dagsins ljós síðar á árinu með fjölda nýrra möguleika til samskipta og samstarfs; einnig er meiri áhersla lögð á eTwinning í Menntaáætlun ESB, Erasmus+, en áður.

Gleðilegt eTwinning ár!
 
.

eTwinning.is - nýr vefur landskrifstofunnar

Vefur landskrifstofunnar (etwinning.is) er kominn með nýtt útlit. Vefurinn er nú felldur inn í vef Erasmus+ Menntaáætlun ESB sem opnaði á síðasta ári en eTwinning heyrir undir skólahluta Erasmus+.

Nýi vefurinn er mun aðgengilegri og virkar líka vel á spjaldtækjum.
 
.

 

#etwinningISL - eTwinning Íslandi á Twitter og Facebook

Landskrifstofan er að endurvekja eTwinning á Íslandi á Facebook jafnframt því að opna Twitter síðu.

Smellið endilega "læk" á okkur á Facebook og "fylgið" okkur á Twitter -- einföld leið til þess að vera með á nótunum í eTwinning:
www.facebook.com/eTwinningISL
twitter.com/eTwinningISL

Við hvetjum eTwinning kennara til að tísta um reynslu sína í eTwinning og nota hashtaggið:
#etwinningISL

 

.
Landskrifstofan flutt í Borgartún 30

Mennta- og menningarsvið Rannís, sem hýsir m.a. Landskrifstofu eTwinning og Erasmus+, flutti í Borgartún 30 um áramótin í nýtt og bjart húsnæði á 3. hæð. Við hlökkum til að takast á við nýtt ár á nýjum stað.

Kveðja frá landskrifstofunni,
Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is
© 2015 Landskrifstofa eTwinning - Rannís, allur réttur áskilinn.


skrá mig af póstlistanum    breyta skráningu

Email Marketing Powered by Mailchimp