Copy
Landskrifstofa eTwinning á Íslandi, Rannís
Skoða póstinn í vafra
Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is


eTwinning fréttir
mars 2016

   


Fylgist með okkur á Twitter og Facebook


Efnisyfirlit (Smellið á hlekkinn eða skrunið niður):

Verkefni íslenskra skóla fá Evrópuverðlaun
Nýtt: Sjálfsnám í eTwinning
Nýir verkefnapakkar (project kits) á eTwinning.net
.

Verkefni íslenskra skóla fá Evrópuverðlaun

Tveir íslenskir skólar, Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ og Hofsstaðaskóli í Garðabæ, hlutu á dögunum Evrópuverðlaun eTwinning fyrir verkefni í sínum flokki.


Leikskólinn Holt hlaut verðlaun fyrir læsishvetjandi verkefni fyrir verkefnið Lesum heiminn (e. Read the World). Stofnandi verkefnisins er Anna Sofia Wahlström, deildarstjóri á leikskólanum, og var verkefnið unnið í samstarfi við leikskóla í Póllandi, Frakklandi, Slóveníu og á Spáni. Markmiðið með verkefninu er að fá börn til þess að hugsa út fyrir rammann og nota skapandi hugsun og er barnasagan um Greppikló notuð til að vinna viðfangsefni þar sem læsi og lýðræði eru tengd saman.
                                               
Hofsstaðaskóli tók þátt í verkefninu Young Scientist sem hlaut verðlaun fyrir verkefni í flokknum Marie Skłodowska Curie Prize. Nemendur rannsökuðu vatn og loft og framkvæmdu ýmsar tilraunir. Markmiðið er að fara óhefðbundnar leiðir í náttúrufræði kennslu og deila reynslu og niðurstöðum. Yfir 20 skólar í Evrópu tóku þátt en sá sem stýrir íslenska hluta verkefnisins er Anna Magnea Harðardóttir, umsjónarkennari hjá Hofsstaðaskóla.

Við óskum Leikskólanum Holti og Hofsstaðaskóla innilega til hamingju með árangurinn. Nánari upplýsingar um verkefnin sem hlutu verðlaun má sjá hér

Nýtt: Sjálfsnám í eTwinning

Nýr undirvefur, Self Teaching Materials, hefur verið stofnaður á aðalsíðu www.eTwinning.net. Á vefnum má finna ýmsar upplýsingar og kennslumyndbönd sem snúa að skipulagningu verkefna, Twinspace og starfsþróunarmöguleikum. Vefurinn býður einnig upp á ýmis próf sem kennarar geta tekið til þess að mæla hversu mikið þeir hafa lært. Þátttaka í prófunum hefur síðan áhrif á Progression Bar sem er ný viðbót inn á eTwinning Live. Hægt er að lesa nánar um nýja vefinn hér

Farið er inn á vefinn í gegnum www.eTwinning.net undir Progress - Self Teaching Materials. Smellið hér til þess að fara beint inn á undirvefinn. 

Nýir verkefnapakkar (project kits) á etwinning.net

Sex nýir verkefnapakkar (projects kits) eru nú í boði á www.etwinning.net. Pakkarnir nýtast sem leiðarvísir sem sýnir skref fyrir skref hvernig hægt er að hefja eTwinning verkefni. Pakkarnir eru hentugir að því leyti að þeir eru flokkaðir eftir aldri nemenda, námsgreinum, lykilhæfni sem krefst, lengd verkefna og einkunnum sem kennarar hafa gefið verkefnapökkunum. Það er því tilvalið að skoða hvað er í boði ef þú vilt hefja verkefni en veist ekki hvar þú átt að byrja. Smellið hér til þess að skoða yfirlit yfir nýjustu pakkana. 

Smellið hér fyrir yfirlit yfir alla verkefna pakka sem í boði eru.

Kveðja frá landskrifstofunni, Rannís,

Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is
© 2016 Landskrifstofa eTwinning - Rannís, allur réttur áskilinn.


skrá mig af póstlistanum    breyta skráningu

Email Marketing Powered by Mailchimp