Copy


Landskrifstofa eTwinning

www.etwinning.is

eTwinning fréttir
Janúar 2013

Efnisyfirlit (Smellið á hlekkinn eða skrunið niður):


.
Gleðilegt ár!

Landskrifstofa eTwinning óskar öllum gleðilegs árs á þakkar fyrir það liðna.

Við minnum á að hægt er að stofna eTwinning-verkefni hvenær sem er á skólaárinu -- engin tímamörk eru á því hve stuttan (eða langan) tíma verkefni vara. Því hvetjum við alla til að íhuga þátttöku í eTwinning verkefni á vormisserinu (hvernig maður ber sig að er hægt að fræðast um í skjámyndböndum landskrifstofunnar, sjá næstu frétt).

Athugið einnig ókeypis netnámskeið og þema hópa á svæðinu ykkar, eTwinning Desktop.

 


.


Íslensk skjámyndbönd um eTwinning

Landskrifstofan hefur sett saman nokkur hagnýt skjámyndbönd um eTwinning sem fjalla m.a. um skráningu, hvernig má finna samstarfsaðila, hvernig kennarar komast í verkefni, TwinSpace-samstarfssvæðið, ofl.

Sjá nánar hér á heimasíðu landskrifstofunnar.

.


Stuðningur í þínu héraði - eTwinning fulltrúar

eTwinning-fulltrúar eru starfandi kennarar með reynslu af eTwinning. Hægt er að leita til þeirra um stuðning og upplýsingar. Við hvetjum ykkur til að hafa samband við fulltrúann á ykkar svæði.

Nánari upplýsingar um fulltrúana og hvernig þeir dreifast um landið eru að finna hér.


.
Úrdráttur úr lukkupottum eTwinning vikna - iPod Shuffle og ferð til Lissabon

Í tengslum við eTwinning-vikurnar síðasta í haust fóru allir kennarar sem skráðu sig í eTwinning eða í samstarfsverkefni i í sitt hvorn lukkupottinn:

Lukkupottur fyrir samstarfverkefni -- ferð fyrir tvo á hátíð eTwinning í Lissabon í mars nk. og iPod shuffle:
Agnieszka Sosnowska, Brúarásskóla (Egilsstöðum) og Hildur Rúdolfsdóttir, Kelduskóli-Vík.

Lukkupottur fyrir nýskráða -- iPod shuffle fyrir fimm kennara:
Þóranna Margrét Sigurbergsdóttir, Leikskólanum Sóla; Stefán Svavarsson, Menntaskólanum í Kópavogi; Þórey Jónsdóttir, Brekkubæjarskóla; Íris Olga Lúðvíksdóttir, Varmahlíðarskóla,
Varmahlíð; og Bjarndís Jónsdóttir, Lágafellsskóla.

Landskrifstofan óskar þeim til hamingju!.


SAMFÉS og SAFT efna til samkeppni um besta barna- og unglingaefnið á netinu

Netöryggi er lykilatriði í eTwinning og því hvetur Landskrifstofan alla til að taka þátt í Evrópusamkeppni um besta barna- og unglingaefnið á netinu. Samkeppnin er sameiginlegt átak netöryggismiðstöðva í Evrópu og þeirra þjóða er starfa samkvæmt netöryggisáætlun Evrópusambandsins. Þetta er í annað skipti sem samkeppnin er skipulögð og mun hún fara fram í tvennu lagi:
  1. Fyrst er samkeppni á landsvísu sem fram fer í öllum þátttökulöndum. Hún er skipulögð af netöryggismiðstöðvum í hverju landi fyrir sig. Skilafrestur verkefna hérlendis er föstudagurinn 21. janúar 2013.
  2. Evrópusamkeppni fer svo fram í júní 2013 en þar etja sigurvegararnir úr landskeppnunum kappi.
Tilgangur samkeppninnar er að vekja athygli á gæðaefni fyrir 6 til 18 ára börn og unglinga sem er nú þegar til staðar á netinu. Einnig er ætlunin að hvetja til framleiðslu á þess háttar efni. Markmiðið er að netefnið gagnist börnum á einn eða annan hátt svo sem við fræðslu og sköpun.
Samkeppnin er opin ungmennum á aldrinum 12 til 17 ára. Samtök og fyrirtæki geta tekið þátt sem og einstaklingar eldri en 18 ára og hópar.

Nánari upplýsingar á vef SAFT: www.saft.is/samkeppni


.
Landskrifstofan flutt til Rannís

Hluti menntaáætlunarinnar, eTwinning, Erasmus, Comenius og Grundtvig, færðist um set  þann 1. janúar og heyrir nú undir Rannís. Rannís er ætlað að hýsa fleiri Evrópuáætlanir og verður því auðvelt fyrir neytendur að nálgast mismunandi styrkjamöguleika og stuðning á einum stað. eTwinning verður fyrst um sinn í Tæknigarði, Dunhaga 5 á jarðhæð, en stefnt er að flutningum seinna á árinu 2013 eða í ársbyrjun 2014 í húsnæði sem mun þá hýsa alla starfssemi Rannís. Sjá frétt á vef Rannís.

Landskrifstofa eTwinning - alltaf hægt að hafa samband

Alltaf er hægt að hafa samband okkur á landskrifstofunni hvenær sem er um hvað sem er:

Guðmundur Ingi Markússon / gim(a)hi.is / 525 5854
Sigrún Ólafsdóttir / sigrunol(a)hi.is / 525 5855


Hemilisfang:
Tæknigarður, Dunhaga 5, 107 Reykjavík© 2013 *|LIST:COMPANY|*, allur réttur áskilinn.
Email Marketing Powered by Mailchimp