Copy
Landskrifstofa eTwinning á Íslandi, Rannís
Skoða póstinn í vafra
Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is


eTwinning fréttir
Apríl 2016

   


Fylgist með okkur á Twitter og Facebook


Efnisyfirlit (Smellið á hlekkinn eða skrunið niður):

Vorátak eTwinning - fögnum fjölbreytileika!
 


Vorátak eTwinning - fögnum fjölbreytileika!
Hið árlega vorátak eTwinning hefst í dag og verður haldið upp eTwinning daginn nk. 9. maí. Dagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrra ásamt því að fagnað var 10 ára afmæli eTwinning. Kennarar og nemendur um alla Evrópu tóku þá meðal annars þátt í keppni um besta „manngerða“ eTwinning lógóið.

Vorátak eTwinning verður með aðeins öðruvísi sniði í ár en þemað er „fögnum fjölbreytileika“. Frá 18. apríl til 9. maí eru kennarar og nemendur hvattir til þess að skipuleggja umræður um fjölbreytileika og ræða saman. Í kjölfarið taka kennarar og nemendur upp myndband sem lýsir helstu niðurstöðum umræðunnar og hlaða því inn á vorátaks síðu eTwinning Live. Farið er inn á síðuna með því að smella á borðann sem birtist inn á eTwinning Live. Myndbandið á ekki að vera lengra en ein mínúta.

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá nánari útskýringu á ferlinu.

Það verður svo nóg um að vera á eTwinning deginum sjálfum 9. maí en það verða umræður á Twitter um fjölbreytileika #eTwinning4diversity og viðburðir inn á eTwinning Live.         

Fylgist með!


 

Kveðja frá landskrifstofunni, Rannís,

Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is
© 2016 Landskrifstofa eTwinning - Rannís, allur réttur áskilinn.


skrá mig af póstlistanum    breyta skráningu

Email Marketing Powered by Mailchimp