Landskrifstofa eTwinning - Rannís

www.etwinning.is
eTwinning vikur
í október og nóvember

Efnisyfirlit (Smellið á hlekkinn eða skrunið niður):.


.
eTwinning vikur - ferðavinningar og fleira fyrir kennara

eTwinning vikur verða haldnar hátíðlega víðsvegar í Evrópu í október og nóvember og verður ýmislegt í boði.

1) Taktu þátt í samstarfsverkefni - utanlandsferð í vinning:
eTwinningkennarar sem stofna eða skrá sig í verkefni á tímabilinu fara í lukkupott. Nafn eins verður dregið út hlýtur sá að launum ferð á árlega hátíðarráðstefnu eTwinning sem verður haldin á vormánuðum 2014 einhversstaðar í Evrópu (þeir sem skráðu sig í verkefni í upphafi skólaársins verða einnig með).


Íslensk kennslumyndbönd á um leit að samstafsaðila, verkefni ofl. er að finna hér.

2) Skráður þig í eTwinning - utnalandsferð í vinning:
Þeir kennarar sem nýskrá sig í eTwinning á tímabilinu fara einnig í lukkupott. Nafn eins verður dregið út hlýtur sá einnig að launum ferð á árlega hátíðarráðstefnu eTwinning sem verður haldin á vormánuðum 2014 einhversstaðar í Evrópu (þeir sem nýskráðu sig í upphafi skólaársins eða verða einnig með).

Nýskráning er einföld og fer fram hérna.


3) Örmyndasamkeppni á Evrópuvefnum
Takið þátt í örmyndasamkeppninni "eTwinning örmyndin mín". Hugmyndin er að þátttakendur í eTwinning búi til örstutt myndbrot um hvað þeim þykir best við eTwinning. Frestur til að skila inn myndum er 6. nóvember nk. Örmyndirnar birtast á eTwinning svæðinu (eTwinning Desktop) þar sem hægt er að "læka" þau. 3 vinningsmyndir verða valdar af dómnefnd meðla 10 meðst "lækuðu" myndanna. Tilkynnt verður um myndirnar sem vinna 25. nóvember nk. Vinningshafar frá GoPro sett.

Skráið ykkur inn á eTwinning svæðið og kynnið ykkur málið.


.

.
Viðtöl við íslenska kennara og nemendur

Horfið á stutt viðtöl við kennara sem lýsa reynslu sinni af eTwinning:
  • Kolbrún Svala Hjaltadóttir í Flataskóla
  • Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir í Varmárskóla
  • Agnes Hansen í Grunnskóla og Menntaskóla Borgarfjarðar
  • Kristján B. Halldórsson í Fjölbrautaskóla Norðulands eystra
  • Fjóla Þorvaldsdóttir í Leikskólanum Furugrund
  • Anna Sofia Wahlström í Leikskólanum Holti
Einnig eru viðtöl við nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar, Varmárskóla og Flataskóla.

Myndböndin voru unnin af Ölmu Ómarsdóttir, meistaranema í fjölmiðlafræðum við HÍ.


.


.
Takið daginn frá - 22. nóvember 2013

Þann 22. nóvember n.k. verður haldin í Hafnarhúsinu uppskeruhátíð Evrópuáætlana á Íslandi. Áætlað er að dagskráin hefjist klukkan 14:00 og standi til 19:00. Þar verður hægt að kynna sér ýmis skemmtileg verkefni sem unnin hafa verið með styrk frá hinum ýmsu styrkjaáætlunum ESB og einnig verða veittar viðurkenningar til fyrirmyndaverkefna, m.a. í eTwinning. Sama dag veður nýrri áætlun Erasmus + hleypt af stokkunum.

Nánari upplýsingar verður hægt að nálgast á www.evropusamvinna.is þegar nær dregur.

 Kveðja frá Landskrifstofunni

Alltaf er hægt að hafa samband okkur á landskrifstofunni hvenær sem er um hvað sem er:
Guðmundur Ingi Markússon / gim (hjá) rannis.is / 515 5841
Sigríður Vala Vignisdóttir / sigridur.vala.vignisdottir (hjá) rannis.is / 515 5843
Hemilisfang:
Tæknigarður, Dunhaga 5, 107 Reykjavík
etwinning.is© 2013 Landskrifstofa eTwinning - Rannís, allur réttur áskilinn.
Email Marketing Powered by Mailchimp