Landskrifstofa eTwinning - Rannís

www.etwinning.is
eTwinning fréttir
September 2013

Efnisyfirlit (Smellið á hlekkinn eða skrunið niður):
Frí eTwinning-námskeið fyrir byrjendur í september og október

Landskrifstofan heldur frítt byrjendanámskeið um eTwinning fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara í Gimli, Háskóla Íslands.

Eins dags námskeið fyrir byrjendur:

Tölvuver 101 í Gimli, Háskóla Íslands (innangengt úr bæði Háskólatorgi og Odda).

Námskeiðið er EITT SKIPTI og verður endurtekið fjórum sinnum:
17. september nk. kl. 13:00-15:30.
20. september nk. kl. 13:00-15:30.
30. september nk. kl. 13:00-15:30.
4. október nk. kl. 13:00-15:30.


Farið verður í grunnatriði eTwinning-kerfisins með áherslu á hvernig leita skal samstarfsaðila og stofna verkefni. Boðið upp á kaffi og með því.

Námskeiðið kostar ekkert - allir kennarar velkomnir hvort sem þeir eru skráðir í eTwinning eða ekki

Skráning hér - takmarkaður fjöldi.
Frí netnámskeið á eTwinning Desktop

Við hvetjum fólk til að kynna sér dagskrá netnáskeiða (Learning Events) sem eru framundan; þar verður fjallað um ýmislegt sem tengist eTwinning, upplýsingatækni og kennslu.
Þið sjáið þegar þið skráið ykkur inn á svæðið (eTwinning Desktop, það appelsínugula), undir Learning Events.
Þið getið einnig kynnt ykkur málið hér.

 
Landskeppni fyrir verkefni síðasta skólaárs (2012-13)

Allir kennarar sem tóku þátt í verkefnum á síðasta skólaárinu (2012-13) geta tekið þátt (skiptir ekki máli hvort þeir stofnuðu verkefnið eða var boðið inn í það).

Vegleg verðlaun í boði fyrir vinningsverkefni verða veitt á viðburði sem Landskrifstofa Menntaáætlunar ESB stendur fyrir í haust (dagsetning liggur ekki fyrir en verður líklega í nóvember).

Hvernig skrái ég verkefni í keppnina?
Farðu inn á eTwinning svæðið (Desktop), smelltu á PROJECTS, og þar á "Apply for a Quality Label", sjá mynd fyrir neðan (skráningin gildir einnig sem umsókn um gæðamerki).
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Ingi Markússon / gim (hjá) rannis.is / 515 5841
eTwinning vikur framundan - myndbandasamkeppni

eTwinning vikum verður hleypt af stokkunum í lok september. Að þessu sinni verður samkeppni um stutt myndbandabrot, 60-90 sekúndur, þar sem kennarar og nemendur tjá sig um eTwinning.

Nánari upplýsingar á etwinning.is og etwinning.net seinni partinn í september.

 .

Stuðningur við kennara og skóla í eTwinning

eTwinning styður við kennara sem taka þátt með ýmsum hætti endurgjaldslaust:

1) eTwinning fulltrúi á þínu svæði:
eTwinning-fulltrúar eru starfandi kennarar með reynslu af eTwinning. Hægt er að leita til þeirra um stuðning og upplýsingar. Við hvetjum ykkur til að hafa samband við fulltrúann á ykkar svæði. Nánari upplýsingar um fulltrúana og hvernig þeir dreifast um landið eru að finna hér.2) Heimasíðan:
Helstu upplýsingar um eTwinning er að finna á heimasíðu landskrifstofunnar:

etwinning.is

3) Íslensk skjámyndbönd:
Skoðið hagnýt skjámyndbönd um eTwinning sem fjalla m.a. um skráningu, hvernig má finna samstarfsaðila, hvernig kennarar komast í verkefni, TwinSpace-samstarfssvæðið, ofl.
Smellið hér.


4) Landskrifstofa eTwining: Rannís -- alltaf hægt að hafa samband:
Alltaf er hægt að hafa samband okkur á landskrifstofunni hvenær sem er um hvað sem er:
Guðmundur Ingi Markússon / gim (hjá) rannis.is / 515 5841
Sigríður Vala Vignisdóttir / sigridur.vala.vignisdottir (hjá) rannis.is / 515 5843
Hemilisfang:
Tæknigarður, Dunhaga 5, 107 Reykjavík
etwinning.is© 2013 Landskrifstofa eTwinning - Rannís, allur réttur áskilinn.
Email Marketing Powered by Mailchimp