Landskrifstofa eTwinning - Rannís

www.etwinning.is
eTwinning fréttir
September 2014

Efnisyfirlit (Smellið á hlekkinn eða skrunið niður):


.

eTwinning næsta skólaár

Þá eru skólarnir komnir í gang og tækifæri til að huga að eTwinning. Ýmsar nýjungar eiga eftir að koma fram í vetur sem gera eTwinning enn meira spennandi -- þar á meðal nýtt TwinSpace samstarfssvæði og tilraun með eTwinning samstarf innanlands. Meira um það á eftir.
 


.

Ertu skráð/ur í eTwinning?

Ef þú ert ekki skráð/ur í eTwinning hvetjum við þig til að íhuga það -- þú færð strax aðgang að eigin svæði þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara, skrá sig á frí netnámskeið, og ýmislegt fleira. Skráning er enföld, smellið hér á þessa slóð

Ef þú ert þegar skráð/ur hvetjum við þig til að fara inn á svæðið, skoða möguleikana og íhuga eTwinning samstarf í vetur.

 


.

Verðlaunasamkeppni fyrir verkefni síðasta skólaárs (2013-14)

Skráningarfrestur til og með 1. október nk.

Allir kennarar sem tóku þátt í verkefnum sem voru í gangi einhvern tíma á síðasta skólaári (2013-14) geta tekið þátt (skiptir ekki máli hvort þeir stofnuðu verkefnið eða var boðið inn í það).

Vegleg verðlaun eru í boði fyrir vinningsverkefni en þau verða veitt á eTwinning menntabúðum Menntamiðju 16. október nk.

Hvernig skrái ég verkefni í keppnina? Farðu inn á eTwinning svæðið, smelltu á PROJECTS, og þar á "Apply for a Quality Label" en skráningin gildir einnig sem umsókn um gæðamerki (sjá mynd). Ath. að umsóknin má vera á íslensku.
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Ingi Markússon / gim (hjá) rannis.is / 515 5841

 


.

Samstarf eTwinning og Hafnarfjarðar í vetur

Samstarf fræðsluþjónustu Hafnarfjarðar og Rannís um að auka þátttöku hafnfirskra grunnskóla í eTwinning hófst 5. september sl. með kynningu fyrir alla skólastjórnendur í Hafnarfirði.

"Í samstarfinu felst að auka kynningu á eTwinning í grunnskólum Hafnarfjarðar og eTwinning á Íslandi styður við verkefnið með námskeiðahaldi og stuðningi við kennara grunnskólanna. Þannig býðst kennurum í Hafnarfirði sérstakur stuðningur í vetur við það að taka þátt í eTwinning verkefnum og kynnast frekar möguleikum evrópsks kennarasamstarfs (úr frétt á vef Hafnarfjarðar)"

Á vegum eTwinning koma eTwinning fulltrúarnir Kolbrún Svala Hjaltadóttir, Flataskóla, Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir, Dalskóla, Guðný Ester Aðalsteinsdóttir, Árbæjarskóla, og Guðmundur Ingi Markússon, verkefnistjóri eTwinning hjá Rannís, að verkefninu. Vigfús Hallgrímsson leiðir verkefnið hjá Hafnarfjarðarbæ.

Á myndinni handsala Magnús Baldursson, fræðslustjóri Hafnarfjarðar, og Guðmundur Ingi Markússon, verkefnisstjóri eTwinning, samstarfssamninginn.


.

Vel heppnuð eTwinning vinnustofa í Hvalfirði

28.-31.8. stóð Landskrifstofa eTwinning, Rannís, og systurskrifstofur á Norðurlöndunum fyrir starfsþróunarvinnustofu á á Hótel Glymi í Hvalfirði. Þemað var lýðræði og virkir borgarar og tóku um 30 kennarar frá öllum Norðurlöndunum þátt. Þátttakendur fræddust um eTwinning, upplýsingatækni í kennslu, stafræna borgara, og samstarf gegum netið. Síðast en ekki síst fara 15 eTwinning verkefni í loftið í kjölfar vinnustofunnar.

Á myndinni má sjá Guðlaugu Ósk, eTwinning fulltrúa og kennara við Dalskóla, og Poul, danskan samstarfskennara hennar, kynna verkefnishugmynd sína af innlifun..

Nýtt og betra TwinSpace

Seinna partinn í september opnar nýtt TwinSpace samstarfssvæði (hvert eTwinning verkefni fær sérstakt TwinSpace svæði fyrir samvinnuna). Svæðið hefur verið hannað frá grunni með einfaldleika í huga og verður mun notendavænna en áður -- þægilegra að halda utan um þátttakendur, búa til síður, deila skjölum, myndum og myndböndum, o.s.frv. Öll verkefni sem fara í gang seinni partinn í september fá nýja svæðið (önnur notast við það gamla áfram) -- því bíða flestar landskrifstofur með að samþykkja verkefni þar til TwinSpace hefur verið opnað.
 .

eTwinning samstarf innanlands: Viltu fara í samstarf með öðrum íslenskum skóla eða kennara í þínum eigin skóla?

Í vikunni hófst tilraun um eTwinning innanlands. Hingað til hefur eingöngu verið hægt að stofna til eTwinning samstarfs á milli a.m.k. tveggja landa en nú verður skólum gert kleift að stofna verkefni innanlands -- þannig gæti skóli á Höfn unnið með skóla á Snæfellsnesi, svo dæmi sé tekið, og jafnvel tveir kennara í sama skóla. 

Hvernig er stofnað til samstarfs innanlands? Verkefnin eru stofnuð undir PROJECTS á eTwinning svæðinu eins og önnur verkefni. Það eina sem hefur breyst er að nú geta íslenskir kennarar valið aðra íslendinga þegar þeir stofna verkefni (hingað til hefur aðeins verið hægt að velja evrópska kennara).

Þetta er spennandi viðbót við eTwinning og gerir þeim sem ekki eru tilbúnir í evrópusamstarf að prófa eTwinning. Heppnist tilraunin vel er hugsanlegt að eTwinning innanlands verði fastur liður.

 


.
Stuðningur við kennara og skóla í eTwinning

eTwinning styður við kennara sem taka þátt með ýmsum hætti endurgjaldslaust:

1) eTwinning fulltrúi á þínu svæði:
eTwinning-fulltrúar eru starfandi kennarar með reynslu af eTwinning. Hægt er að leita til þeirra um stuðning og upplýsingar. Við hvetjum ykkur til að hafa samband við fulltrúann á ykkar svæði. Nánari upplýsingar um fulltrúana og hvernig þeir dreifast um landið eru að finna hér.2) Heimasíðan:
Helstu upplýsingar um eTwinning er að finna á heimasíðu landskrifstofunnar:

etwinning.is

3) Íslensk skjámyndbönd:
Skoðið hagnýt skjámyndbönd um eTwinning sem fjalla m.a. um skráningu, hvernig má finna samstarfsaðila, hvernig kennarar komast í verkefni, TwinSpace-samstarfssvæðið, ofl.
Smellið hér.


4) Landskrifstofa eTwining: Rannís -- alltaf hægt að hafa samband:
Alltaf er hægt að hafa samband okkur á landskrifstofunni hvenær sem er um hvað sem er:
Guðmundur Ingi Markússon / gim (hjá) rannis.is / 515 5841
Sigríður Vala Vignisdóttir / sigridur.vala.vignisdottir (hjá) rannis.is / 515 5843
Hemilisfang:
Tæknigarður, Dunhaga 5, 107 Reykjavík
etwinning.is


© 2014 Landskrifstofa eTwinning - Rannís, allur réttur áskilinn.
Email Marketing Powered by Mailchimp