Landskrifstofa eTwinning

www.etwinning.is

eTwinning fréttir
september 2012

Efnisyfirlit
Smellið á hlekkinn eða skrunið niður:Námskeið fyrir byrjendur og lengra komnaLandskrifstofan stendur fyrir námskeiði um eTwinning fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiðin fara fram í Gimli og kosta ekkert.

Eins dags námskeið fyrir byrjendur:

Tölvuver 101 í Gimli (innangengt úr bæði Háskólatorgi og Odda)
Námskeiðið verður endurtekið 4 sinnum:
21, 24, 26, og 28. september nk. kl. 13:00-15:00.

Farið verður í grunnatriði eTwinning-kerfisins með áherslu á hvernig leita skal samstarfsaðila og stofna verkefni.
Námskeiðið kostar ekkert.
Skráning hér - takmarkaður fjöldi.

Eins dags námskeið um TwinSpace (fyrir þá sem eru í verkefni)
Tölvuver 101 í Gimli (innangengt úr bæði Háskólatorgi og Odda)
Námskeiðið verður endurtekið 2 sinnum:

17. október kl. 13:00-15:00
19. október kl. 14:00-16:00
(ath. að þetta er á öðrum tíma en öll hin námskeiðin).

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem eru komnir í eða á leiðinni í verkefni. Farið verður í grunnatriði verkefnavinnu í eTwinning með áherslu á samstarfssvæðið TwinSpace.
Námskeiðið kostar ekkert.
Skráning hér - takmarkaður fjöldi.


Viltu fá eTwinning-fulltrúa í heimsókn?

eTwinning-fulltrúar eru starfandi kennarar sem miðla reynslu af eTwinning. Hægt er að leita til þeirra um stuðning, upplýsingar, heimsóknir í skóla og þátttöku í menntaviðburðum. Við hvetjum ykkur til þess að fá fulltrúann á ykkar svæði í heimsókn.
Nánari upplýsingar um fulltrúana og hvernig þeir dreifast um landið eru að finna hér.


 Takið daginn frá: Ráðstefna og verðlaunahátíð 5. október nk.: eTwinning og starfsþróun kennara

Hótel Saga í salnum Esju

Hin árlega ráðstefna og verðlaunahátíð eTwinning verður haldin í salnum Esju, Hótel Sögu, 5. október nk. á milli kl. 13 og 18:00. Þemað að þessu sinni er eTwinning og starfsþróun kennara.
Aðalfyrirlesari verður Anne Gilleran, yfirmaður kennslufræði eTwinning.

Dagskráin mun samanstanda af fyrirlestrum, verðlaunaafhendingu, vinnustofu, sýningu og móttöku. Dagskráin verður auglýst síðar á etwinning.is.


Ath. Ferðastyrkur allt að 20 þús kr. í boði fyrir þátttakendur utan höfuðborgarsvæðisins (hversu hár styrkurinn verður fer eftir því hversu margir sækja um).

Skráið ykkur til þátttöku hér - takmarkaður fjöldi - skráningarfrestur til og með 30. september nk.


Ferðastyrkir á vinnustofu í PragFerða- og uppihaldsstyrkir verða veittir á amk. eina símenntunarvinnustofu í haust--tilgangur þeirra er að kynnast eTwinning, upplýsingatækni, hitta evrópska kollega og finna samstarfsaðila. Við erum að skoða hvort hægt verður að taka þátt í fleiri vinnustofum og munum auglýsa á etwinning.is ef það verður hægt.

  • Prag, Tékklandi 18-20. október: Fyrir framhaldsskólakennara; þema: þverfaglegt. Styrkur fyrir 3 kennara í boði. Þátttakendur allsstaðar að úr Evrópu.
  • Umsóknarfrestur til og með 13. september nk.
Nánari upplýsingar og skráning á hér.


Landskrifstofan - alltaf hægt að hafa samband

Að lokum hvetjum við alla til þess að taka þátt í eTwinning verkefnum og muna að allaf er hægt að hafa samnband okkur á landskrifstofunni hvenær sem er um hvað sem er:
Guðmundur Ingi Markússon / gim(a)hi.is / 525 5854
Sigríður Vala Vignisdóttir / svv(a)hi.is / 525 4586© 2012 Landskrifstofa eTwinning - Rannís, allur réttur áskilinn.
Email Marketing Powered by Mailchimp