Landskrifstofa eTwinning á Íslandi, Rannís
Skoða póstinn í vafra
Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is


eTwinning fréttir
maí - júní 2016

   


Fylgist með okkur á Twitter og Facebook


Efnisyfirlit (Smellið á hlekkinn eða skrunið niður):

Teacher Academy - ný þjónusta hjá School Education Gateway
Vorátak eTwinning og eTwinning dagurinn

Vel heppnuð eTwinning vinnustofa í Danmörku 

Ertu að huga að eTwinning samstarfi á komandi skólaári?

 

Teacher Academy - ný þjónusta hjá School Education Gateway
Teacher Academy er ný þjónusta sem School Education Gateway býður upp á með það að markmiði að veita kennurum í Evrópu aukin tækifæri til starfsþróunar og svara þörf kennara fyrir námskeið sem stangast ekki á við vinnuáætlanir og eru ekki kostnaðarsöm. Á Teacher Academy vefnum má finna kennsluefni og yfirlit yfir staðnámskeið og vefnámskeið. Boðið verður upp á MOOC námskeið fyrir kennara en það eru ókeypis og opin vefnámskeið sem eru kennd í mánuð í senn. Námskeiðin eru í boði á ensku og fá þátttakendur merki og skírteini fyrir þátttöku að þeim loknum.
Fyrsta MOOC námskeiðið var sett af stað í júní en alls verða haldin fimm námskeið í ár. Næstu námskeið verða:
  • Cultural Diversity in Your Classroom, 12. september – 9. október
  • Competences for 21st Century Schools, 19. september – 16. október
  • Maths 2.0, 17. október – 13. nóvember
Nánari upplýsingar má finna á Teacher Academy vefnum.

 

Vorátak eTwinning og eTwinning dagurinn
Vorátak eTwinning, „Fögnum fjölbreytileika,“ lauk á eTwinning deginum þann 9. maí eftir að hafa staðið yfir í þrjár vikur. Kennarar og nemendur um alla Evrópu voru hvattir til þess að búa til myndband sem endurspeglaði sýn þeirra á fjölbreytileika. Yfir 500 myndböndum var deilt inn á eTwinning Live og verða myndböndin aðgengileg út skólaárið. Í tilefni eTwinning dagsins stýrðu nokkrir eTwinning sendiherrar Twitter spjalli þar sem þema vorátaksins var tekið fyrir. Yfir 1.000 tíst birtust undir myllumerkinu #eTwinning4Diversity og næstum 300 birtust undir myllumerkinu #eTwinningDay. Einnig var nóg um að vera á eTwinning Live þar sem 40 viðburðir áttu sér stað. Þar á meðal leiddi Anna Triandafyllidou, framkvæmdastjóri Culture Pluralism Research hjá European University Institude, vel heppnaða vefstofu þar sem hún fjallaði um umburðarlyndi og menningarlegan fjölbreytileika. Upptaka frá vefstofunni verður fljótlega aðgengileg inn á vefgátt eTwinning.  

Hægt er að nálgast myndböndin og skýringarmyndband um gerð myndbandanna undir „Celebrate Diversity“ borðanum inn á eTwinning svæðinu ykkar.
 
Vel heppnuð eTwinning vinnustofa í Danmörku 
Í lok maí stóðu norrænu og bresku landsskrifstofur eTwinning fyrir vinnustofu í Danmörku fyrir kennara sem kenna innflytjendum og flóttamönnum. Tilgangur vinnustofunnar var að veita kennurum tækifæri til þess að deila reynslu sinni í kennslu í fjölmenningarlegum kennslustofum, bera saman ólíkar leiðir landa sem taka á móti flóttamönnum og finna hvað er líkt og ólíkt. Þátttakendur ræddu saman um hugmyndir að eTwinning verkefnum sem gætu eflt þau í starfi sínu, fundu samstarfsfélaga og stofnuðu eTwinning verkefni saman. Ferðin heppnaðist vel og voru fjölmörg eTwinning verkefni voru sett af stað. Fjórir kennarar fóru fyrir hönd Íslands en þær voru Margrét Helgadóttir frá Oddeyrarskólar, Rósa Þorsteinsdóttir frá Öldutúnsskóla, Snæfríður Þorvaldsdóttir frá Smáraskóla og Þórdís Helga Sveinsdóttir frá Lækjaskóla. Þær skrifuðu skemmtilega bloggfærslu um ferðina sem hægt er að lesa hér.
 
Ertu að huga að eTwinning samstarfi á komandi skólaári? 
Það er tilvalið að nýta sumartímann til þess að skoða hvað eTwinning hefur upp á að bjóða, fyllast innblæstri og skipuleggja næsta skólaár.

Verkefnishugmyndir
Ef þig vantar innblástur að eTwinning verkefni er um að gera að kynna sér verðlaunaverkefnin í ár. Verkefnin sem hlutu aldursflokkaverðlaunin voru ‘Looking for Beau and Delfi’ sem hlaut verðlaun í aldursflokknum 4-11 ára, ‘Is this Castle Haunted’ sem hlaut verðlaun í aldursflokknum 12-15 ára og að lokum 'Mirror Mirror' sem hlaut verðlaun í aldursflokknum 16-19 ára. Í tilefni þess voru gerð myndbönd um verkefnin sem hægt er að skoða hér
 
Fleiri verkefni hlutu Evrópuverðlaun í sínum flokki, þar á meðal tvö verkefni sem íslenskir skólar tóku þátt í. Upplýsingar um öll verðlaunaverkefnin má sjá hér
 
Kennslumyndbönd og viðtöl við kennara/nemendur sem hafa tekið þátt í eTwinning
Hægt er að finna ýmis fróðleg myndbönd inn á www.eTwinning.is Þar má finna viðtöl við kennara og nemendur úr íslenskum skólum þar sem rætt er um hvaða áhrif eTwinning samstarf hefur haft á skólastarfið. Þar má einnig finna ýmis gagnleg kennslumyndbönd um eTwinning vefinn, Twinspace, samstarf og veffundi svo eitthvað sé nefnt. Smellið hér til þess að skoða myndböndin.
 
eTwinning samstarf
eTwinning býður upp á ýmsa samstarfsmöguleika. Hægt er að stofna til eTwinning samstarfs milli landa en einnig milli skóla innanlands. Við viljum einnig minna á eTwinning plús löndin en þau eru Úkraína, Túnis, Moldóva, Georgía, Armenía og Azerbaijan. Kennarar frá þessum löndum geta tengst eTwinning verkefnum sem þegar hafa verið stofnuð (þ.e. eftir að eTwinning kennarar hafa stofnað verkefni geta þeir boðið kennurum frá þessum löndum með). Til þess að vinna verkefni með eTwinning Plús löndunum þarf fyrst að ganga úr skugga um að stillingar séu réttar inn á eTwinning Live svæðinu ykkar. Farið inn á ykkar svæði (eTwinning Desktop) og hakið við "yes" þar sem stendur "I am available for an eTwinning Plus partnership". Þá getið þið leitað að kennurum frá löndum eTwinning Plús og þeir geta fundið ykkur. Þið getið einnig boðið þeim inn í verkefni og tekið þátt í tölvutorgi (forum) helgað eTwinning Plús.

Sjá nánar upplýsingar um eTwinning Plús hér.
 
eTwinning sendiherrar, stuðningur
Alls eru átta eTwinning sendiherrar á Íslandi og eru þeir staðsettir víða um landið. eTwinning sendiherrar eru starfandi kennarar sem hafa reynslu af eTwinning. Hægt er að leita til þeirra um stuðning, upplýsingar, heimsóknir í skóla og þátttöku í menntaviðburðum. Hægt að leita til eTwinning sendiherra um leiðsögn og stuðning hér og til Landskrifstofu, Rannís, hér.

Kveðja frá landskrifstofunni, Rannís,

Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is
© 2016 Landskrifstofa eTwinning, Alþjóðaskrifstofa háskolastigsins, allur réttur áskilinn.


skrá mig af póstlistanum    breyta skráningu

Email Marketing Powered by Mailchimp