Landskrifstofa eTwinning á Íslandi, Rannís
Skoða póstinn í vafra
Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is


eTwinning fréttir
desember 2015

 


Fylgist með okkur á Twitter og Facebook


Afmælishátíð, eTwinning verðlaun og þúsundasti kennarinn

eTwinning verðlaun Landskrifstofu eTwinning, Rannís, og gæðaviðurkenningar Erasmus+ menntaáætlunar Evrópusambandsins voru veittar við hátíðlega athöfn í Ásmundarsafni í gær. Athöfnin hófst á því að fagna þúsundasta eTwinning kennaranum sem reyndist vera Sigríður Anna Ásgeirsdóttir í Garðaskóla og þáði hún blómvönd úr hendi Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra. Henni verður jafnframt boðið á árlega stórhátíð eTwinning sem annað hvort verður á Bretlandseyjum eða á Grikklandi að ári.

17 verkefni íslenskra skóla fengu gæðamerki landskrifstofunnar fyrr í haust og voru tvö þeirra verðalunuð sérstaklega í gær. Menntamálaráðherra veitti viðurkenningarnar sem eru í formi myndverka sem hönnuð voru af 15 nemendum Ã¡ öðru ári í teiknideild í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Verkefnin sem hlutu verðlaun voru:

Lesum heiminn, Leikskólinn Holt, Reykjanesbæ:

Anna Sofia Wahlström og Sigurbjört Kristjánsdóttir tóku við verðlaunum. Fimm lönd unnu saman að verkefninu: Ísland, Pólland, Spánn, Frakkland og Slóvenía. Gengið var útfrá sögunni um Greppikló sem var notuð til að vinna að ólíkum viðfangsefnum þar sem lestur og lýðræði voru tengd saman. Hugmyndin var að börnin uppgötvuðu heiminn í kringum sig, að þau „læsu heiminn“. Verkefnið er gott dæmi um hvernig vinna má með hefðbundið efni, lestur, í nýstárlegu samhengi. Það féll vel að námskrá enda lagði leikskólinn áherslu á lestur og útikennslu á síðasta skólaári. Verk nemenda Myndlistarskólans sýnir tengsl barna frá mismunandi löndum í gegnum sögunna af Greppikló. Það sýnir Greppikló í leik með börnum, þar sem skútur bera fána þeirra landa sem tóku þátt í verkefninu.

Hvað finnum við undir fótum okkar? Heilsuleikskólinn Krókur, Grindavík:
Hulda Jóhannsdóttir og Herdís Gunnlaugsdóttir tóku við verðlaunum. Verkefnið var samvinna tveggja leikskóla á Íslandi og í Svíþjóð. Markmið þess var að gera börnin meðvituð um Jörðina og lögð var áhersla á þeirra eigin hugmyndir og skoðanir. Verkefnið er gott dæmi um nýbreytni í kennsluaðferðum og féll einkar vel að námskrá enda er skólinn grænfána- og heilsuleikskóli. Myndlistarskólinn sótti innblástur í titil verkefnisins, hvað er undir fótum okkar, þar sem unnið er með lífræn form sem höfða bæði til barna og fullorðinna.

Upplýsingar um verkefnin sem fengu gæðamerki landskrifstofunnar fyrr í haust er að finna í fréttabréfi nóvembermánuðar.


Þúsundasti eTwinning kennarinn, Sigríður Anna Ásgeirsdóttir, Garðaskóla, Ã¡samt Illuga Gunnarssyni, menntamálaráðherra, og Ágústi H. Ingþórssyni, forstöðumanni mennta- og menningarsviðs Rannís.


Anna Sofia Wahlström og Sigurbjört Kristjánsdóttir, Leikskólanum Holti, ásamt Illuga Gunnarssyni, menntamálaráðherra, og Ágústi H. Ingþórssyni, forstöðumanni mennta- og menningarsviðs Rannís.


Hulda Jóhannsdóttir og Herdís Gunnlaugsdóttir, Heilsuleikskólanum Króki, ásamt Illuga Gunnarssyni, menntamálaráðherra.

Landskrifstofan óskar ykkur gleðilegra jóla og farsæla komandi árs!

Facebook
#eTwinningISL
etwinning.is
© 2015 Landskrifstofa eTwinning - Rannís, allur réttur áskilinn.


skrá mig af póstlistanum    breyta skráningu

Email Marketing Powered by Mailchimp