Landskrifstofa eTwinning - Rannís

www.etwinning.is
eTwinning fréttir
Mars 2013

Efnisyfirlit (Smellið á hlekkinn eða skrunið niður):Íslenskir kennarar í Evrópuverðlaunum eTwinning

Á árlegri hátíð eTwinning, sem að þessu sinni er haldin í Lissabon 14. til 16. mars, eru veitt Evrópuverðlaun fyrir bestu eTwinning verkefni ársins í nokkrum flokkum . Í ár koma íslenskir kennarar við sögu í hvorki meira né minna en þremur verkefnum:
  • Anna Magnea Harðardóttir, Hofsstaðaskóla, tekur þátt í verkefninu "Intercultural dialogue through fairy tales, drama and art" sem hlýtur verðlaun flokk sem tengist fjölmenningu (Mevlana Prize for Intercultural Understanding).
  • Soffía Vagnsdóttir, Grunnskóla Bolungarvíkur, tekur þátt í verkefninu "BELL Business Economics Language Learning" sem komst í 2. sæti (þ.e. í úrslit) í flokki 16-19 ára.
  • Kolbrún Svala Hjaltadóttir, Flataskóla, tekur þátt í verkefninu "Schoolovision" sem hlýtur sérstök verðlaun sem einstakt framlag til eTwinning síðustu fimm árin.

Við þeim til hamingju með árangurinn!

Landskrifstofan fer með sendinefnd kennara á hátíðina, þar á meðal Önnu Magneu og Soffíu. Fyrir utan afhendingu verðlauna samanstendur dagskráin af fyrirlestrum og vinnustofum.


.
Styrkur fyrir tvo á símenntunarvinnustofa í Bratislava 16.-18. maí

  • Ferðastyrkur yrir 2 grunn- og framhaldsskólakennara í boði
  • Vinnustofan á við öll fög
  • Umsóknarfrestur til hádegis 28. mars nk.
  • Markhópur: Grunn- og framhalsskólakennarar í öllum fögum sem kenna 13-19 ára nemendum.
  • Þema: Færni kennara og góð samstarfsverkefni: tölvufærni er ekki það eina sem þarf til fyrir gott eTwinning verkefni (Not only computers skills are necessary for a good eTwinning project).
  • Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning -- smellið hér.


 

eTwinning Plús: Viltu vinna með kennurum frá Úkraínu, Túnis, Moldóvu, Georgíu, Armeníu og Azerbaijan?

Í byrjun mars var eTwinning Plús hleypt af stokkunum þegar eTwinning var opnað nokkrum nágrannaríkjum evrópska efnahagssvæðinsins.

eTwinning Plús virkar þannig að kennarar frá Úkraínu, Túnis, Moldóvu, Georgíu, Armeníu og Azerbaijan geta tengst eTwinning-verkefnum sem þegar hafa verið stofnuð (þ.e. eftir að eTwinning kennarar hafa stofnað verkefni geta þeir boðið kennurum frá þessum löndum inn í verkefnið).

Landskrifstofan hvetur íslenska kennara til að íhuga þennan möguleika. Farið inn á ykkar svæði (eTwinning Desktop) og hakið við "yes" þar sem stendur "I am available for an eTwinning Plus partnership". Þá getið þið leitað að kennurum frá löndum eTwinning Plús og þeir geta fundið ykkur. Þið getið einnig boðið þeim inn í verkefni og tekið þátt í tölvutorgi (forum) helgað eTwinning Plús.

Sjá nánar þessa frétt á evrópska vefnum hér.

 


.
Stuðningur við kennara og skóla í eTwinning

eTwinning styður við kennara sem taka þátt með ýmsum hætti endurgjaldslaust:

Heimasíðan:
Helstu upplýsingar um eTwinning er að finna á heimasíðu landskrifstofunnar:

etwinning.is

Íslensk skjámyndbönd:
Skoðið hagnýt skjámyndbönd um eTwinning sem fjalla m.a. um skráningu, hvernig má finna samstarfsaðila, hvernig kennarar komast í verkefni, TwinSpace-samstarfssvæðið, ofl.
Smellið hér.


eTwinning fulltrúi á þínu svæði:
eTwinning-fulltrúar eru starfandi kennarar með reynslu af eTwinning. Hægt er að leita til þeirra um stuðning og upplýsingar. Við hvetjum ykkur til að hafa samband við fulltrúann á ykkar svæði. Nánari upplýsingar um fulltrúana og hvernig þeir dreifast um landið eru að finna hér.


Landskrifstofa eTwining - Rannís -- alltaf hægt að hafa samband:
Alltaf er hægt að hafa samband okkur á landskrifstofunni hvenær sem er um hvað sem er:
Guðmundur Ingi Markússon / gim (hjá) hi.is / 525 5854
Sigrún Ólafsdóttir / sigrunol (hjá) hi.is / 525 5855

etwinning.isHemilisfang:
Tæknigarður, Dunhaga 5, 107 Reykjavík© 2013 Landskrifstofa eTwinning - Rannís, allur réttur áskilinn.
Email Marketing Powered by Mailchimp