Landskrifstofa eTwinning á Íslandi, Rannís
Skoða póstinn í vafra
Facebook
@eTwinningISL
etwinning.is


eTwinning fréttir
apríl 2017

Efnisyfirlit (smellið á hlekkinn eða skrunið niður)

Vorleikur eTwinning fyrir kennara og nemendur – leitin að verndargripi jafnréttisins
Move2Learn – eTwinning kennarar og nemendur fá tækifæri til að ferðast
 Vorleikur eTwinning fyrir kennara og nemendur – leitin að verndargripi jafnréttisins


Vorátak eTwinning verður að þessu sinni einskonar fjársjóðsleit sem kennarar geta tekið þátt í með nemendum sínum. Verndargripur jafnréttisins er horfinn og framtíð mannkyns er í hættu! Markmið leiksins er að stöðva illmennið Hr. Z með því að leysa gátur og finna verndargrip jafnréttisins. Leikurinn hentar nemendum á öllum aldri, og bæði þeim sem eru byrjendur og lengra komnir í eTwinning. Sjá stutt myndband að ofan. Skráið ykkur inn á eTwinning Live og takið þátt!

Vinningar í boði – tveimur kennurum verður boðið á árlega ráðstefnu eTwinning sem að þessu sinni verður á Möltu. Nemendur þeirra fá borðspil um jafnrétti og fjölmenningu.

Markmið vorátaksins eru að:
  • Hvetja eTwinning kennara til að skipuleggja eitthvað tengt jafnrétti í sínum skóla (t.d. kennslustund, viðburð, sýningu).
  • Gera skóla sem leggja sérstaka áherslu á jafnrétti sýnilegri og draga fram hvernig jafnrétti er fellt inn í námskrá.
Þema ársins 2017 í eTwinning er jafnrétti til náms og félagslegt réttlæti eða, í stuttu máli, jafnrétti (inclusion). Þemað kemur til af þeirri áherslu sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur á jafnrétti í menntun og menntasamstarfi fram til ársins 2020. Jafnrétti verður því lykilatriði í starfi eTwinning þetta árið, eins og kemur fram í vorátakinu.
 


 

Move2Learn – eTwinning kennarar og nemendur fá tækifæri til að ferðast


Í tilefni 30 ára afmælis Erasmus hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákveðið að styrkja um 5.000 ungmenni til að ferðast um Evrópu á þessu og næsta ári, þar af 60 íslenska nemendur. Átakið kallast Move2Learn, Learn2Move. eTwinning verður notað til þess að velja þátttakendur.

Move2Learn er opið evrópskum eTwinning verkefnum sem voru skráð frá og með 1. janúar 2016 þar sem nemendur sem verða 16 ára á árinu eða eldri taka þátt, þ.e. verkefnum sem fengu gæðamerki landskrifstofunnar (National Quality Label) síðasta haust, og þeim sem fá gæðamerkið nú í vor.

Styrktar verða 1) bekkjarheimsóknir til samstarfsskóla; 2) bekkjarferðir til áfangastaðar í Evrópu; og 3) einstaklingsferðir nemenda. Styrkirnir verða í formi farmiða að verðmæti 530 evrur fyrir hvern ferðalang. Svör við umsóknum berast fyrri partinn í ágúst n.k. Glugginn til að ferðast verður opinn frá miðjum ágúst n.k. og út árið 2018. Sjálf ferðin getur í mesta lagi varað í 2 vikur.

Umsóknafrestur fyrir íslenskar umsóknir er til og með 18. júní 2017.

Sjá nánar frétt á vefsíðu landskrifstofu Erasmus+.
 

 

Kveðja frá Landskrifstofunni eTwinning, Rannís,


    Fylgist með okkur á Facebook og Twitter

Facebook
@eTwinningISL
etwinning.is
© 2017 Landskrifstofa eTwinning - Rannís, allur réttur áskilinn.


skrá mig af póstlistanum    breyta skráningu

Email Marketing Powered by Mailchimp