Landskrifstofa eTwinning - Rannís

www.etwinning.is
eTwinning fréttir
Nóvember 2013

Efnisyfirlit (Smellið á hlekkinn eða skrunið niður):.


.
eTwinning vikum LÝKUR í nóvember - ferðavinningar og fleira fyrir kennara

eTwinning vikur verða haldnar hátíðlega víðsvegar í Evrópu í október og nóvember og verður ýmislegt í boði.

Taktu þátt í samstarfsverkefni - utanlandsferð í vinning:
eTwinningkennarar sem stofna eða skrá sig í verkefni á tímabilinu fara í lukkupott. Nafn eins verður dregið út hlýtur sá að launum ferð á árlega hátíðarráðstefnu eTwinning sem verður haldin á vormánuðum 2014 einhversstaðar í Evrópu (þeir sem skráðu sig í verkefni í upphafi skólaársins verða einnig með).


Íslensk kennslumyndbönd á um leit að samstafsaðila, verkefni ofl. er að finna hér.

Skráðu þig í eTwinning - utnalandsferð í vinning:
Þeir kennarar sem nýskrá sig í eTwinning á tímabilinu fara einnig í lukkupott (þetta á aðeins við um þá sem ekki hafa skráð sig áður; þeir sem þegar eru skráðir þurfa ekki að gera það aftur). Nafn eins verður dregið út hlýtur sá einnig að launum ferð á árlega hátíðarráðstefnu eTwinning sem verður haldin á vormánuðum 2014 einhversstaðar í Evrópu (þeir sem nýskráðu sig í upphafi skólaársins eða verða einnig með).


Þið sem eru þegar skráð - hvetjið samkennara ykkar til að skrá sig.

Nýskráning er einföld og fer fram hérna.


.

.
Opið fyrir skráningar í Evrópuverðlaun eTwinning

Skráningarfrestur er 8. desember nk.

Verðlaunin er veitt í aldursflokkunum 4-11 ára; 12-15 ára og 16-19 ára ásamt nokkrum sérflokkum.

Hverjir geta tekið þátt?
Til að taka þátt verða verkefni að hafa fengið evrópska gæðamerkið á þeim tíma sem verkefnið var í gangi. Sýna verður fram á að verkefnið hafi verið í gangi á síðasta skólaári. 
Verðlaunin verða veitt á stórri hátíð eTwinning einhversstaðar í Evrópu á vormánuðum.

Við hvetjum alla sem hafa fengið evrópska gæðamerkið til að íhuga þátttöku - íslendingar hafa öðru hverju unnið eða komist í úrslit Evrópuverðlaunanna,
m.a. á síðasta ári.

Nánari upplýsingar á Evrópuvefnum - smellið hér.


.


.
Takið daginn frá - 22. nóvember 2013

Þann 22. nóvember n.k. verður haldin í Hafnarhúsinu uppskeruhátíð Evrópuáætlana á Íslandi. Áætlað er að dagskráin hefjist klukkan 14:00 og standi til 19:00. Þar verður hægt að kynna sér ýmis skemmtileg verkefni sem unnin hafa verið með styrk frá hinum ýmsu styrkjaáætlunum ESB og einnig verða veittar viðurkenningar til fyrirmyndaverkefna, m.a. í eTwinning. Sama dag veður nýrri áætlun Erasmus + hleypt af stokkunum.

Nánari upplýsingar verður hægt að nálgast á www.evropusamvinna.is þegar nær dregur.

 


.


Símenntunarvinnstofa í Reykjavík tókst vel

31.10.-2.11. stóð Landskrifstofa eTwinning, Rannís, fyrir símenntunarvinnustofu á Hótel Sögu fyrir stærðfræðikennara. Um 85 kennarar allstaðar að úr Evrópu tóku þátt, þar af 15 íslendingar, fræddust um upplýsingatækni í stærðfræðikennslu, eTwinning og samstarf gegum netið, og síðast en ekki síst voru 20 eTwinning verkefni stofnuð, verkefni sem verða í gangi á yfirstandandi skólaári.

Vinnustofan var hugmynd eTwinning fulltrúanna og stærðfræðikennaranna Guðlaugar Óskar Gunnarsdóttur og Guðnýjar Esterar Aðalsteinsdóttur - eins og sjá má á myndunum voru þátttakendur harðduglegir en kunnu líka að skemmta sér og öðrum.

 


Kveðja frá Landskrifstofunni

Alltaf er hægt að hafa samband okkur á landskrifstofunni hvenær sem er um hvað sem er:
Guðmundur Ingi Markússon / gim (hjá) rannis.is / 515 5841
Sigríður Vala Vignisdóttir / sigridur.vala.vignisdottir (hjá) rannis.is / 515 5843
Hemilisfang:
Tæknigarður, Dunhaga 5, 107 Reykjavík
etwinning.is© 2013 Landskrifstofa eTwinning - Rannís, allur réttur áskilinn.
Email Marketing Powered by Mailchimp